Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi verið einn af sterkustu skákmönnum Skagfirðinga.

Árið 2012 tók hann þátt í Reykjavík Open og tefldi þar við marga sterka andstæðinga, meðal annars við bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley og Lenku Ptacnikova, sem er stórmeistara kvenna og margfaldur Íslandsmeistari í skák.

Jón byrjaði mótið mjög vel þegar hann náði jafntefli við Lenku í fyrstu umferð. Jón tapaði fyrir Ashley í 2. umferð. Jón fékk 4 vinninga á mótinu af 9 mögulegum sem er alveg ágætur árangur á svona sterku móti. Í 4. umferð tefldi Jón við nýjasta stórmeistara Íslendinga, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þá var ungur að árum en mikið efni eins og kom á daginn. Jón vann skákina með hvítu eftir uppgjöf Vignis, enda við það að missa hrók.

Jón Arnljótsson hvítt – Vignir Vatnar Stefánsson svart. Hvítur á leik. 26. He1 !....og svartur gafst upp enda drottningin á e6 í uppnámi og hún getur ekki haldið valdi á hróknum á g6, sem mun falla í kjölfarið.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...