Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku
Fréttir 5. september 2014

Köngulpálmum í útrýmingarhættu stolið úr grasagarði í S-Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólögleg verslun með plöntur í útrýningarhættu hefur aukist mikið undanfarin ár og fyrir skömmu var 24 plöntum af mismunandi tegundum sjaldgæfra köngulpálmum stolið úr grasagarði í Cape town í Suður Afríku. Af pálmunum 24 eru 22 tegundir í útrýmingarhættu.

Köngulpálmar teljast til elstu fræplantna sem til eru og er talið að þeir fyrstu hafi komið fram fyrir um 300 milljón árum. Þeir hafa því lifað risaeðlurnar og margskonar hamfarir af.

Undanfarin hafa safnarar sýnt köngulpálmunum aukin áhuga og ekki ólíklega að hátt í átta milljónir króna fáist fyrir þá. Talið er að ránið sé skipulagt af alþjóðlegum glæpasamtökum sem meðal annars stundi verslun með sjaldgæf dýr og veiðiþjófnað.

Pálmarnir eru vandræktaðir og sérstaklega aðlagaðir að umhverfi sínu þar sem þeir skjóta rótunum djúpt og sérstaka tegund af bjöllu þarf til að frjóvga þá. Ræktun þeirra er því ekki nema á færi sérfræðinga.

Hárri upphæð hefur verið boðið í fundarlaun fyrir köngulpálmana.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...