Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Lesendarýni 28. desember 2023

Komið er að skuldadögum

Höfundur: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Það er komið að skuldadögum í orkumálum. Það er fyrirsjáanlegur orkuskortur í landinu og fyrir Alþingi liggur fyrir neyðarfrumvarp sem snýst um að bjarga vetrinum.

Frumvarpið felur í sér skammtímalausn til þess að tryggja orku til heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja en allir eru sammála um að slík trygging sé nauðsynleg. Staðan sem við horfumst í augu við í orkumálum er heimagerður vandi. Við höfum ekkert gert sem heitið getur í grænorkumálum í 15 til 20 ár, bæði hvað varðar rafmagn og heitt vatn.

Ég hef verið að benda á þetta í tvö ár og það er kannski það eina jákvæða í stöðunni að nú sé fólk farið að hlusta.

Ég er gjarnan spurður hvenær og hvort ég ætli ekki að virkja meira. Ég mun ekkert virkja, það eru orkufyrirtækin sem reisa og reka virkjanir. Það má öllum vera ljóst að við höfum stigið stór skref í því sem snýr að okkur. Við rufum níu ára pólitíska kyrrstöðu með samþykkt Rammaáætlunar.

Stærsta einföldunarmál sögunnar í orkumálum var samþykkt með aflaukningarfrumvarpinu sem feluríséraðhægteraðfaraí tæknibreytingar á þeim virkjunum sem þegar eru til staðar með það að markmiði að ná út úr þeim meira afli, án þess að þær breytingar þurfi að fara í gegnum Rammaáætlun. Við samþykktum orkusparnaðarfrumvarp, gjarnan kennt við varmadælur sem tryggir betri orkunýtni. Við höfum sett af stað stærsta jarðhitaleitarátak aldarinnar og það fyrsta í einn og hálfan áratug, sem er löngu tímabært. Þrjú frumvörp um sameiningu átta stofnana í þrjár, á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, hafa verið samþykkt í ríkisstjórn. Við höfum unnið að einföldun leyfisveitingaferla varðandi græna orkuöflun. Í vikunni verða kynntar hugmyndir um nýtt einfaldað fyrirkomulag um vindorku.

Niðurstaða starfshóps um skattalegt umhverfi orkuvinnslu mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum en hópnum er m.a. ætlað að kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga.

Neyðarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi tekur á skammtímavandanum. Við erum löngu byrjuð að taka stór skref til þess að finna lausnir til lengri tíma. Nú skiptir máli að orkufyrirtækin, þingið og þjóðin standi saman um öflun grænnar orku í landinu.

Skylt efni: orkumál

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...