Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Mógilsá.
Frá Mógilsá.
Lesendarýni 17. desember 2021

Kolviður 15 ára

Höfundur: Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar

Kolviður hefur bundið kolefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga í 15 ár. Um 150 fyrirtæki og félög og yfir 1.000 einstaklingar binda losun sína í samstarfi við Kolvið.

Starfsemi Kolviðar hófst árið 2006 en Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stóðu að stofnun Kolviðar og fengu til þess stuðning frá þáverandi ríkisstjórn.

Reynir Kristinsson
stjórnarformaður Kolviðar

Kolviður er sjóður sem er ekki ætlað að vera hagnaðardrifinn en lögð er áhersla á að framlög fyrirtækja og einstaklinga fari til bindingar á kolefnislosun viðskiptavina með nýskógrækt.

Starfsemin tók vel við sér í upphafi með þátttöku stórra fyrirtækja og ríkissjóður sýndi gott fordæmi og batt það kolefni sem ríkisstofnanir losuðu við brennslu jarðeldsneytis.

Síðan kom fjármálakreppan 2008 með miklum samdrætti og ári síðar dró þáverandi ríkisstjórn sig út úr verkefninu og lagði kolefnisgjald á eldsneyti sem sumir túlkuðu þannig að með því væru þeir búnir að leggja sitt af mörkum, það jók því ekki á viljann til frekari bindingar á losun.

Svo kom Parísarfundurinn 2015 með mikilli umræðu um loftslagsmálin og í framhaldi af honum hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar lagt áherslu á að binda losun sína.

Áhugaverðir þættir í Ríkis­­sjónvarpinu um áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið marga til meðvitundar um það hvað við höfum gert og hvað við getum gert, ber að þakka það.

Óttast hefur verið að Covid-faraldurinn dragi úr getu fyrirtækja til að binda losun sína en ánægjulegt er að sjá að það er ekki reyndin fyrir árið 2020 og þetta ár en á móti hefur dregið úr losun hjá mjög mörgum.

Áhugavert verður að sjá hver áhrifin verða af loftslagsráðstefnunni í Glasgow, líklega ýtir hún á breytta hegðan í neyslu, losun og bindingu. Kolviður er undirbúinn til samstarfs við alla þá sem vilja binda losun sína með nýskógrækt.

Til að binda kolefni með nýskógrækt þarf land og er Kolviður nú með samninga um land á Geitasandi, Úlfljótsvatni, Skálholti, Reykholti í Borgarfirði og Húsavík.

Kolviður leitar áfram eftir samstarfi við landeigendur um land undir kolviðarskóga og landeigendur eignast skóginn þegar bindingu er náð.

Ekki er nægjanlegt að hafa land það þarf einnig góða framleiðendur skógarplantna og samstarfið við Sólskóga og Kvista, nú Kvistabæ hefur verið mjög gott.

Til gróðursetningar hefur Kolviður gert verktakasamninga við Skógræktarfélag Íslands og skógræktarfélögin á þeim stöðum þar sem gróðursetning á sér stað.

Kolviður hefur gert samning við Rannsóknarmiðstöð Skógræktarinnar á Mógilsá um mælingar á kolefnisbindingu í kolviðarskógum og rannsóknir á ræktunarmöguleikum m.a. á Mosfellsheiði.

Unnið er að því að fá vottun á starfsemi Kolviðar samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO 14064-2 á árinu 2022. 

Kolviðarskógar eru nú yfir 500 ha og rúmlega 200 þús. tonn CO2 í bindingarferli.

Framtíðarsýn Kolviðar bendir til þess að fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja binda losun sína muni fjölga og þessir aðilar taka markmiðið um hlutleysi 2040 alvarlega og vilja leggja sitt af mörkum.

 

Reynir Kristinsson
stjórnarformaður Kolviðar

Skylt efni: Kolviður | Skógrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...