Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna
Á faglegum nótum 23. mars 2020

Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna

Höfundur: Ragnhild Borchsenius

Rétt sýrustig jarðvegs leggur grunninn að aukinni uppskeru og endingu túna. Mikilvægar nytja­jurtir eins og vallarfoxgras, rý­gresi, vallarsveifgras, háving­ull og smári þrífast betur í jarð­vegi með hátt sýrustig.

Eldri tún með lágt sýrustig einkennast af tegundum eins og hávingul, hálíngresi, axhnoðapunt og snarrót. Í súrum jarðvegi gefur sáðgresið eftir og óæskileg fóður­grös og plöntur verða ríkjandi.  Margar plöntutegundir sem ekki eru æskilegar í túnum þrífast vel við lágt sýrustig í jarðvegi og fá því forskot í samkeppni við þær plöntutegundir sem eru æskilegar í túnum.

Sýrustig jarðvegs og upptaka næringarefna

Æskilegt sýrustig jarðvegs hefur jákvæð áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum.  Þannig fæst betri nýting á tilbúnum áburði.  Einnig stuðlar æskilegt sýrustig jarðvegs að auknum rótarvexti plantna, sem eykur aðgengi að næringarefnum og vatni.  Kölkun eykur einnig vetrarþol sáðgresis.

Sýrustig jarðvegs og belgjurtir

Smári hefur ýmis jákvæð áhrif á gæði gróffóðurs.  Hann stuðlar að auknum styrk próteins, vítamína og steinefna í gróffóðri. Meðal annars inni­heldur smári þrisvar til fjórum sinnum meiri kalsíum en vallarfoxgras, og tvisvar til þrisvar sinnum meira af magnesíum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fóðurupptaka og mjólkurframleiðslan eykst með auknu hlutfalli af smára í gróffóðri.

Til þess að belgjurtir þrífist, er mikilvægt að sýrustig jarð­vegs sé hærra en pH 6,0. Ein af ástæðum þess að belgjurtir þrífast betur við hátt sýrustig er að jarðvegsbakteríurnar sem lifa á rótum þeirra auka virkni niturbindingar.

Kölkun bætir byggingu jarðvegs og eykur loftun.  Það er ein af forsendum fyrir starfsemi hinna ýmsu jarðvegslífvera sem eykur á umsetningu næringarefna og bætir þar með frjósemi jarðvegs.

Ragnhild Borchsenius, fagstjóri fyrir gróffóður hjá norsku landbúnaðar ráðgjafaþjónustunni (NLR), birti í Budskap 2-2020.
Þýtt af Margréti Ingjalds­dóttur, söluráðgjafa hjá SS.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f