Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kolefnisbinding á sér stað í skógum og á þeim grundvelli myndast markaður með kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum.
Kolefnisbinding á sér stað í skógum og á þeim grundvelli myndast markaður með kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum.
Mynd / smh
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ekki heimilt að flytja úr landi í alþjóðlegum viðskiptum með neikvæðum áhrifum á Ísland.

Í skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um viðskipti með kolefniseiningar er einnig lagt til að mótuð verði stefna um hvort kaupa eigi kolefniseiningar frá öðrum ríkjum til að uppfylla markmið um samdrátt í samfélagslosun og kolefnishlutleysi. Einnig að skattaleg umgjörð rekstrar við framleiðslu og kaup á kolefniseiningum verði skoðuð varðandi mögulegar ívilnanir og frádráttarbærni frá rekstrarkostnaði.

Í skýrslunni er mælst til þess að stjórnvöld hafi frumkvæðið að því að leiða saman hagaðila til að kanna áhuga á stofnun kolefnismarkaðar með kolefniseiningar. Samhliða því að kolefniseining sé skilgreind í lögum verði þar ákvæði um útgáfu á leiðbeiningum um gæði þeirra kolefniseininga sem ríkið kaupir og þær kolefniseiningar sem opinberir aðilar kaupi hafi fengið staðfestingu frá faggildum vottunaraðila, sem feli í sér raunverulegan loftslagsávinning.

Þá er lagt til að lagafrumvarp verði unnið sem setji almenna umgjörð utan um kolefnisskrár.

Stutt við þróun kolefnismarkaða

Tilgangur skýrslugerðarinnar var að greina stöðu kolefnismarkaða hér á landi, kanna tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á þessum mörkuðum og meta hvort íslensk stjórnvöld gætu nýtt sér kolefnismarkaði til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum.

Tillögum hópsins er ætlað að styðja við þróun kolefnismarkaða á Íslandi og auðvelda hagaðilum að nýta þau tækifæri sem kolefnismarkaðir bjóða upp á.

Valkvæði kolefnismarkaðurinn

Í skýrslunni er fjallað mest um það sem nefnt er „valkvæði kolefnismarkaður“, þar sem íslensk fyrirtæki framleiða og selja kolefniseiningar í dag, án lögbundinnar formgerðar. Veitt yfirlit yfir helstu vottunarkerfi, staðla og viðskiptaferli sem tengjast þessum mörkuðum. Þá er í skýrslunni fjallað um möguleika á að móta íslenskt regluverk til að tryggja áreiðanleika og gagnsæi í viðskiptum með kolefniseiningar, til að koma í veg fyrir vandamál eins og tvítalningu og grænþvott meðal annars.

Samráð til 4. janúar

Einnig er í skýrslunni fjallað nokkuð um skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og tengsl við kolefnismarkaði, alþjóðlegt samstarf og samanburð á stöðu mála hjá nágrannaþjóðum.

Skýrslan liggur í samráðsgátt stjórnvalda til 4. janúar þar sem hægt er að koma umsögnum og ábendingum á framfæri.

Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er bent á að í skýrslunni sé skortur á umfjöllun um mikilvægi þess að vernd líffræðilegrar fjölbreytni verði höfð að leiðarljósi í öllu sem viðkemur framleiðslu á og viðskiptum með kolefniseiningar. Einnig sé æskilegt að huga betur að náttúru- og minjavernd og áhrifum á jarðvegs- og vatnsauðlindir almennt í tengslum við slíka framleiðslu og þurfi varnaglar um þessi atriði að vera skýrir í regluverkinu.

Þar sem sveitarfélög séu lykilhagaðili í mörgu sem viðkemur framleiðslu á kolefniseiningum og þar sem lagt sé til að sveitarfélög taki þátt í að vera leiðandi að einhverju leyti við kaup á kolefniseiningum sem hluti af sínum loftslagsaðgerðum, sé mikilvægt að Sambandið sé haft með í öllu samráði við þessa stefnumótun sem fram undan sé.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...