Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolbeinsá 1
Bóndinn 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 árið 1995 af ömmu og afa Hannesar. Tóku þar við sauðfé og öllu tilheyrandi og byggðu ný 700 kinda fjárhús, og fjórum árum síðar af foreldrum Hannesar sem bjuggu á Kolbeinsá 2.

Katrín Rós Gunnlaugsdóttir, dótturdóttir þeirra Hannesar og Kristínar, situr hér kotroskin í dráttarvélinni.

Býli? Kolbeinsá 1 í Hrútafirði.

Staðsett í sveit? Húnaþing vestra.

Ábúendur? Hannes Hilmarsson, Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Ómar, Guðmundur Hilmar og Friðrik Hrafn.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum eina dóttur og þrjá syni, tvo hunda og eina kanínu.

Stærð jarðar? 2.200 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú, verktaka­ starfsemi, ferðaþjónusta og æðarvarp.

Fjöldi búfjár? 670 fjár alls á vetrarfóðrun.

Hann Friðrik Hrafn Hannesson, yngsti sonurinn á bænum, heldur á æðarkollu í sjávarmálinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Á veturna fer húsbóndinn eldsnemma á fætur til að skoða færð á vegum fyrir Vegagerðina og hreinsar ef þarf, svo kemur skólabíllinn kl. 7. Eftir þetta er rollunum gefið og farið í tilfallandi störf. Reynt er að klára öll útiverk fyrir kvöldmat. Á sumrin er vinnutíminn alls konar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt, en auðvitað sauðburðurinn erfiðastur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sirka svipaðan.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Bara þetta venjulega, smjör, ostur, mjólk og fleira.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Góð lambasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar fé var rekið inn í ný fjárhús, í nóvember árið 1999.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...