Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolbeinsá 1
Bóndinn 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 árið 1995 af ömmu og afa Hannesar. Tóku þar við sauðfé og öllu tilheyrandi og byggðu ný 700 kinda fjárhús, og fjórum árum síðar af foreldrum Hannesar sem bjuggu á Kolbeinsá 2.

Katrín Rós Gunnlaugsdóttir, dótturdóttir þeirra Hannesar og Kristínar, situr hér kotroskin í dráttarvélinni.

Býli? Kolbeinsá 1 í Hrútafirði.

Staðsett í sveit? Húnaþing vestra.

Ábúendur? Hannes Hilmarsson, Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Ómar, Guðmundur Hilmar og Friðrik Hrafn.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum eina dóttur og þrjá syni, tvo hunda og eina kanínu.

Stærð jarðar? 2.200 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú, verktaka­ starfsemi, ferðaþjónusta og æðarvarp.

Fjöldi búfjár? 670 fjár alls á vetrarfóðrun.

Hann Friðrik Hrafn Hannesson, yngsti sonurinn á bænum, heldur á æðarkollu í sjávarmálinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Á veturna fer húsbóndinn eldsnemma á fætur til að skoða færð á vegum fyrir Vegagerðina og hreinsar ef þarf, svo kemur skólabíllinn kl. 7. Eftir þetta er rollunum gefið og farið í tilfallandi störf. Reynt er að klára öll útiverk fyrir kvöldmat. Á sumrin er vinnutíminn alls konar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt, en auðvitað sauðburðurinn erfiðastur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sirka svipaðan.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Bara þetta venjulega, smjör, ostur, mjólk og fleira.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Góð lambasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar fé var rekið inn í ný fjárhús, í nóvember árið 1999.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f