Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kókoskúlur
Líf og starf 9. nóvember 2023

Kókoskúlur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þann 30. apríl árið 1933 sást hin fyrsta kókoskúluauglýsing skjóta upp kollinum í blöðum Íslendinga.

Var það auglýsing frá Brjóstsykurs og sætindaverksmiðju / efnagerð – Umboðsverslun og Heildsölu Magnúsar Th. S. Blöndalh, sem staðsett var í Vonarstræti 4b. Þar var kókoskúlan talin upp ásamt fleira söluvænu hnossgæti.

Þarna hefur verið um að ræða kókoskúlur gerðar úr kakó, sykri og kókosmjölsblöndu, sætar litlar kúlur sem bráðnuðu í munni eins og nokkrir eldri borgarar rifjuðu upp á dögunum.

Farið yfir söguna
Auglýsing dagblaðsins Vísi í apríl fyrir 90 árum síðan kynnti sætindi á borð við kókoskúlur. Mynd / timarit.is

Gegnum tíðina hafa svo hinar ýmsu uppskriftir að kókoskúlum fundist í helstu uppskriftaritum. Fyrst um sinn, eða í kjölfar stríðsáranna síðari, voru þær heldur fábrotnar, og hljóðuðu á þá leið að hræra mætti saman 250 g af kókosmjöli, 75 g af smjöri, svo 25 g kakói, 175 g flórsykri og 2 dl af rjóma ( sem mátti reyndar sleppa).

Aðferðinni var lýst í tímaritinu Melkorku, (sem sérstaklega var ætlað konum), þann 1. nóvember árið 1957: „Kakó og flórsykur siklað saman, allt blandað og hitað upp yfir vægum hita, þangað til deigið loðir saman.
Látið það kólna og búið til kúlur, dýfið þeim í kókosmjöl. Geymið á köldum stað í þéttri dós.“

Um tuttugu árum síðar var uppskriftin orðin heldur dýrari, en í Dagblaðinu þann 11.12 1976 birtist eftirfarandi: „3 stórar matskeiðar smjör, 125 g flórsykur, 125 g kókó, 3 matskeiðar rjómi og lítið glas af koníaki. Öllu er hrært vel saman og búnar til kúlur, sem velt er upp úr kókosmjöli og látnar standa á köldum stað. Bezt að geyma kúlurnar í luktri dós í ísskápnum.“

Í kringum árið 1980 fór svo haframjöls að gæta í uppskriftunum og þótti slíkt jafnan smart í matreiðslutímum hinna helstu grunnskóla. Útkoman á þeim vígvelli var oft upp og ofan en nú gæti einhver farið að spyrja sig hvers vegna verið er að rekja feril kókoskúlunnar.

Endurnýtanleg, sjálfbær og kolefnishlutjöfnuð

Jú – það er nefnilega svo merkilegt, að eins og alþjóð veit, er í tísku allt sem fellur undir þann staðal að vera endurnýtanlegt, sjálfbært, kolefnis-

Caption

jafnað og þar fram eftir götunum – og viti menn. Kókoskúla sú sem hefur fengist í bakaríum í áratugi fellur undir alla þessa flokka.

Þarna er um að ræða óskaplegt gómsæti, samansett úr því sem til fellur (sjálfbært/ endurnýtanlegt). Í stað þess að henda gömlum vínarbrauðsendum, formkökum eða því sem til fellur er því blandað saman, romm- og kakóbættu. Því næst eru mótaðar kúlur sem ekki þarf að baka (kolefnisjöfnun) og þeim velt upp úr kókos.

Eða eins og einn vinsælasti bakari landsins orðar það:
„Þetta er ansi einfalt, bara hræra saman gömlum kökum, marmelaði, kakó og rommi. Croissant-afgangar mega fara í þetta líka, en þá þarf að passa að hnoða það nógu lengi. Ég hef annars ekki gert þetta i mörg ár… Þetta er þó bakkelsi sem stendur alltaf fyrir sínu og alltaf jafn vinsælt, hvar á landinu sem er.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...