Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Klukkutrefill
Mynd / Uppspuni
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar farið er út að hreyfa sig í alls konar veðrum.

Þessi er líka smart í útileguna, bæði fyrir konur og karla, eða í bæjarröltið.

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir.

Efni:

6 hespur hulduband í tveimur litum (100m/50gr) Samtals 300 gr.

eða 300 gr dvergaband í einum lit.

Hringprjónn nr. 7,0 mm eða langir prjónar í sömu stærð.

Trefillinn er prjónaður með 2 þráðum af huldubandi í sitt hvorum litnum, eða einum lit af dvergabandi.

24 lykkjur á prjóna nr. 7,0  gefa 21 cm breiðan trefil. Ef prjónað er úr öllu garninu verður trefillinn u.þ.b. 2 metra langur, en það má hætta fyrr og hafa trefilinn styttri.

Gætið þess að prjóna laust. Á svona stóra prjóna er vont að prjóna fast, því þá rennur garnið svo illa á prjóninum. Eins verður trefillinn léttari í sér ef prjónað er fremur laust. Hægt er að prjóna lausar með því að taka bandið milli litla fingurs og baugfingurs og síðan einu sinni yfir vísifingur. (Þetta sést vel á skýringarmynd 2.).

Skýringar.

Hafir þú ekki prjónað klukkuprjón áður, þá er þetta einföld og þægileg uppskrift fyrir byrjendur. Klukkuprjón er skemmtilegt í margskonar verkefni.

Klukkuprjón teygist vel og flíkin verður loftkennd og einangrandi sem gefur meiri hlýju í flíkina. Klukkuprjón er prjónað fram og til baka og er eins í báðar áttir.

Því er sama hvernig flíkin snýr og þess vegna hentar það vel til að prjóna trefla.

Í rauninni er það þannig að önnur hvor lykkja er prjónuð en hin tekin fram af óprjónuð ásamt bandinu sem er látið fylgja óprjónuðu lykkjunn (sjá mynd 1).                                

Þegar prjónað er til baka er þessu víxlað. Þá er lykkjan sem var óprjónuð í fyrri umferðinni prjónuð slétt með bandinu sem fylgir (sjá mynd 2.) og lykkjan sem var prjónuð í fyrri umferðinni tekin óprjónuð fram af og bandið látið fylgja með óprjónuðu lykkjunni.

Á prjóninum eruð þið alltaf með eina prjónaða lykkju og eina óprjónaða ásamt bandi, (sjá mynd 3.).

Uppskrift:

Fitjið upp 24 lykkjur með báðum litunum á prjóna nr. 7,0 mm.

Umferð 1. *Takið eina lykkju óprjónaða fram af prjóninum með bandið fyrir framan prjóninn eins og þið          

séuð að fara að prjóna brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt.* Endurtakið *-* út umferðina og snúið við.

Umferð 2. * Takið eina lykkju óprjónaða fram af prjóninum með bandið fyrir framan prjóninn eins og þið séuð að fara að prjóna brugðið. Prjónið næstu lykkju slétt ásamt bandinu sem liggur með.* Endurtakið *-* út umferðina og snúið við.

Endurtakið umferð 2 þar til garnið er næstum búið.

Athugið að skilja eftir nægilegt garn til að fella af og ganga frá endum.     

Fellið laust af með því að taka fyrstu lykkjuna óprjónaða fram af, prjóna næstu ásamt bandinu sem liggur með og steypið óprjónuðu lykkunni fram yfir. Prjónið næstu lykkju sömuleiðis og steypið þeirri sem síðast var prjónuð yfir. Gerið þetta út prjóninn og gætið þess að prjóna alltaf bandið með, þar til aðeins ein lykkja er eftir á prjóninum. Dragið þá garnið í gegn og gangið vel frá endanum án þess að það strekkist á prjóninu. Felið lausa enda og skolið trefilinn með volgu vatni. Leggið til þerris og notið flíkina síðan við hvert tækifæri. Góða skemmtun.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...