Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. júní 2019

Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna

Höfundur: Bjarni gunnar Kristinsson
Til að grillveisla í garðinum geti orðið góð þarf vini eða fjölskyldu – og að sjálfsögðu eitthvað gott á grillið. 
 
Það þarf ekki að vera neitt sérstakt tilefni – bara löngunin til að fagna vinskap, góðum mat og sumrinu. Vonandi gefast fleiri dagar en bara helgidagar til þess í sumar.
 
Kjúklingavængir í grillsósu
 
Hráefni
  • 2–3 pakkar kjúklingavængir
  • 200 ml grillsósa (BBQ) 
  • Kjúklingakrydd
  • Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni  og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
 
Japönsk sósa
 
Hráefni
  • 100 ml sæt sojasósa
  • 50 ml ostrusósa
  • Safi og börkur af einni sítrónu
  • 10 ml sesamolía
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu.  Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
 
Appelsínugrillsósa
  • 200 g appelsínumarmelaði
  • 50 ml sítrónusafi
  • 50 ml bolli sojasósa
  • 1 saxað hvítlauksrif
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.

 
Grillað nautafile með kartöflum
 
Hráefni
  • 800 g nautafile
  • 4  kartöflur (sætar eða venjulegar)
  • Grillsósa (BBQ)
  • Olía 
  • Salt og pipar
Aðferð
Skrælum og skerum sætu kartöflurnar í þunnar sneiðar og steikjum þær á pönnu eða á útigrilli á báðum hliðum þar til þær eru fulleldaðar. Penslum með matarolíu á meðan grillað er. Kryddum með salti og pipar. Grillum nautakjötið eftir smekk (fyrir millisteikt kjöt; tvær mínútur á hvorri hlið við snarpan hita og láta kjötið hvíla í um 10 mínútur áður en það er borið fram). Penslum kjötið með grillsósunni í lokin. 
 
Framreiðum með kartöflunni.
 
Skyrmiso
 
Hráefni
  • 3 stk. matarlímsblöð 
  • 300 ml mjólk 
  • 100 g sykur 
  • 170 g skyr 
  • 250 ml rjómi 
  • Hunang eða sykur á berin (má sleppa) 
  • Vanilla (má sleppa) 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.Skraut
  • (Ber)
  • 300 ml kaffi   
  • 100 g svampbotn
  • 100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
 
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
 
Sigtum kakóduft yfir til skrauts.

4 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f