Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blanda af kjötmjöli og kúamykju í dreifingu. Enginn marktækur munur var á gæðum uppskerunnar samanborið við tilbúinn áburð.
Blanda af kjötmjöli og kúamykju í dreifingu. Enginn marktækur munur var á gæðum uppskerunnar samanborið við tilbúinn áburð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þar sem blanda af kjötmjöli og kúamykju var notuð á tún, samanborið við tilbúinn áburð.

Raunin varð sú að blandan gefi betri uppskeru af eldri túnum en tilbúni áburðurinn. Tilraunin fór fram árin 2022 og 2023. Logi segir þannig ljóst að kjötmjölsblandan virki verr á nýrækt en tilbúni áburðurinn og sömuleiðis tilbúni áburðurinn verr á eldri tún en kjötmjölsáburðurinn.

Tilbúni áburðurinn töluvert verri á eldri tún

„Í raun virkar tilbúinn áburður verr á eldri túnum heldur en kjötmjölið, hver sem ástæðan er þá var miklu hentugra að dreifa kjötmjöli á gamla túnið okkar frekar en nýræktina þar sem kjötmjölið gaf meiri heildaruppskeru yfir sumarið,“ segir Logi.

„Á nýræktinni gaf tilbúni áburðurinn töluvert meiri uppskeru og var ódýrasta uppskeran á hektara en munurinn var minni í seinni slætti sem bendir til þess að áburðaráhrifin voru enn til staðar og munu líklega vera það enn lengur. Það er ekki alveg sanngjarnt að bera saman uppskeru eftir notkun á tilbúnum áburði og lífrænum áburði á einu ári því það tekur svo langan tíma fyrir næringarefnin í lífræna áburðinum að brotna niður í tiltæk form fyrir plöntur.“

Kjötmjölið gaf hæstu gildin

Logi segir ekki marktækan mun á gæðum uppskerunnar eftir áburðargjöfunum. „Enginn augljós munur sást í efnagreiningu heysýna allra útfærslna. Það var augljóst mynstur að sjá þegar efnainnihald jarðvegs úr öllum útfærslum var sett í töflu en þar var sú útfærsla sem fékk mesta kjötmjölið með hæsta gildið af næringarefnunum P, K, Ca, Mg, Na og Zn.

Kúamykjan og kjötmjölið blandaðist vel saman þótt ferlið væri óþjált. Engin vandamál komu upp í dreifingu á blöndunum með slöngubúnaðinum en mykjan var líka frekar þunn, eða um 3,5 prósent þurrefni.

Við viljum ekki endurtaka þessa tilraun því nota þurfti allt of mörg tæki og allt of margt fólk eins og þetta var gert hjá okkur. Þrjá traktora þurfti og einn lyftara og þrjá til fjóra starfsmenn. En með bættum búnaði væri hægt að auðvelda ferlið heilmikið. Heimildir benda til að hægt sé að bæta jarðveg með reglulegri notkun og áburðarblöndunni.“

– Sjá nánar HÉR

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...