Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins
Á faglegum nótum 31. júlí 2023

Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Heildarkjötframleiðsla á fyrstu fjórum mánuðum ársins var 6.700 tonn, rétt rúmlega 100 tonnum eða 1,6% meiri en árið 2022.

Er það lítillegur viðsnúningur frá árinu á undan en þá hafði framleiðsla dregist saman um 300 tonn sem var 4,4%.

Mestu munar um viðsnúning í framleiðslu svína- og alifuglakjöts. Framleitt magn svínakjöts á fyrstu fjórum mánuðum 2022 var 270 tonnum minna en árið 2021 en í ár er magnið 150 tonnum meira en í fyrra. Hins vegar dróst töluvert úr framleiðslu ungnautakjöts á milli ára.

Þrátt fyrir að aukning hafi verið á framleiðslu frá því í fyrra heldur hún ekki í við fjölgun fólks sem þarf að næra á landinu. Miðað við fólksfjölda, ferðamannafjölda og meðalgistinætur ferðamanna má áætla að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi að meðaltali verið um 417.000 manns í mat á landinu á hverjum degi. Eru það yfir 25.000 en á sama tíma og í fyrra og næstum 50.000 fleiri en fyrir tveimur árum. Sé framleiðslumagni deilt á þennan fjölda sést að samdráttur á mann nemur tæplega 5% á milli ára og 14% sé horft tvö ár aftur í tímann.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru flutt inn 354 tonn af nautakjöti, 868 tonn af svínakjöti og 674 tonn af alifuglakjöti. Sé það borið saman við innlenda framleiðslu er markaðshlutdeild þessara afurða 18,5% fyrir naut, 21% fyrir svín og 18% fyrir alifuglakjöt. Hafa verður þó í huga að megnið af innflutningi er beinlaust en innlend framleiðsla er mæld með þyngd beina. Því má álykta að í raun sé markaðshlutdeild erlends kjöts hærri en hér sést.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...