Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins
Á faglegum nótum 31. júlí 2023

Kjötframleiðsla jókst lítillega á fyrsta þriðjungi ársins

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Heildarkjötframleiðsla á fyrstu fjórum mánuðum ársins var 6.700 tonn, rétt rúmlega 100 tonnum eða 1,6% meiri en árið 2022.

Er það lítillegur viðsnúningur frá árinu á undan en þá hafði framleiðsla dregist saman um 300 tonn sem var 4,4%.

Mestu munar um viðsnúning í framleiðslu svína- og alifuglakjöts. Framleitt magn svínakjöts á fyrstu fjórum mánuðum 2022 var 270 tonnum minna en árið 2021 en í ár er magnið 150 tonnum meira en í fyrra. Hins vegar dróst töluvert úr framleiðslu ungnautakjöts á milli ára.

Þrátt fyrir að aukning hafi verið á framleiðslu frá því í fyrra heldur hún ekki í við fjölgun fólks sem þarf að næra á landinu. Miðað við fólksfjölda, ferðamannafjölda og meðalgistinætur ferðamanna má áætla að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi að meðaltali verið um 417.000 manns í mat á landinu á hverjum degi. Eru það yfir 25.000 en á sama tíma og í fyrra og næstum 50.000 fleiri en fyrir tveimur árum. Sé framleiðslumagni deilt á þennan fjölda sést að samdráttur á mann nemur tæplega 5% á milli ára og 14% sé horft tvö ár aftur í tímann.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru flutt inn 354 tonn af nautakjöti, 868 tonn af svínakjöti og 674 tonn af alifuglakjöti. Sé það borið saman við innlenda framleiðslu er markaðshlutdeild þessara afurða 18,5% fyrir naut, 21% fyrir svín og 18% fyrir alifuglakjöt. Hafa verður þó í huga að megnið af innflutningi er beinlaust en innlend framleiðsla er mæld með þyngd beina. Því má álykta að í raun sé markaðshlutdeild erlends kjöts hærri en hér sést.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...