Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Mynd / smh
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 og svo endurútgefin í rafrænni útgáfu 2011 og er öllum er opin.

Í Kjötbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um kjötafurðirnar sem eru í framleiðslu á Íslandi; skrokkhluta, kjötmat, vinnslu og matreiðslu meðal annars. Óli Þór Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, var ásamt þeim Guðjóni Þorkelssyni og Gunnþórunni Einarsdóttur í ritnefnd bókarinnar þegar hún var gefin út rafrænt. „Það hefur verið ákveðið að fara í vinnu við að uppfæra bakenda bókarinnar, sem sumir hverjir eru að verða ansi stirðir og laskaðir. Til dæmis eru upplýsingar undir lambakjötskaflanum um efnainnihald orðnar nokkuð gamlar. Í lok síðasta árs var skýrslan „Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti“ til dæmis gefin út, sem gefur okkur alveg nýjar upplýsingar,“ segir Óli Þór.

„Þá er töflugrunnurinn í bókinni svo úreltur að það tekur því ekki að færa nýjar upplýsingar þar inn, heldur uppfæra hann í heild sinni,“ heldur Óli Þór áfram.

Hann segir að þar sem bókin sé á rafrænu formi þá sé hægt að fylgjast með innliti fólks inn í bókina. „Við höfum séð að síðastliðna 12 mánuði hafa verið 83.600 innlit, sem gerir að jafnaði 230 á sólarhring með hámarksaðsókn rétt fyrir jól upp á 400 innlit.“

Kjötbókin er sem fyrr segir öllum aðgengileg, en hún liggur á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f