Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Mynd / smh
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 og svo endurútgefin í rafrænni útgáfu 2011 og er öllum er opin.

Í Kjötbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um kjötafurðirnar sem eru í framleiðslu á Íslandi; skrokkhluta, kjötmat, vinnslu og matreiðslu meðal annars. Óli Þór Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, var ásamt þeim Guðjóni Þorkelssyni og Gunnþórunni Einarsdóttur í ritnefnd bókarinnar þegar hún var gefin út rafrænt. „Það hefur verið ákveðið að fara í vinnu við að uppfæra bakenda bókarinnar, sem sumir hverjir eru að verða ansi stirðir og laskaðir. Til dæmis eru upplýsingar undir lambakjötskaflanum um efnainnihald orðnar nokkuð gamlar. Í lok síðasta árs var skýrslan „Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti“ til dæmis gefin út, sem gefur okkur alveg nýjar upplýsingar,“ segir Óli Þór.

„Þá er töflugrunnurinn í bókinni svo úreltur að það tekur því ekki að færa nýjar upplýsingar þar inn, heldur uppfæra hann í heild sinni,“ heldur Óli Þór áfram.

Hann segir að þar sem bókin sé á rafrænu formi þá sé hægt að fylgjast með innliti fólks inn í bókina. „Við höfum séð að síðastliðna 12 mánuði hafa verið 83.600 innlit, sem gerir að jafnaði 230 á sólarhring með hámarksaðsókn rétt fyrir jól upp á 400 innlit.“

Kjötbókin er sem fyrr segir öllum aðgengileg, en hún liggur á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...