Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosningabaráttan hefur verið lífleg, nokkuð hefur verið um áhugaverð útspil og umræðan jafnvel svolítið bíræfin.

Stór úrlausnarefni bíða nýrra alþingismanna á málasviði landbúnaðar. Þeir þurfa eflaust að taka afstöðu til næstu skrefa varðandi undanþágur kjötafurðastöðva til samruna og samvinnu. Þá sér í lagi að skoða starfshætti þingsins ofan í kjölinn til að koma í veg fyrir að lögin sem þau setja verði ekki að ólögum. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig leyst verður úr þeirri óvissu sem nú er uppi hjá kjötafurðastöðvum en prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík sagði í viðtali við Vísi að ekki væri útilokað að ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart fyrirtækjunum.

Þá liggur fyrir að móta þurfi styrkjakerfi landbúnaðarins strax á næsta ári og ákveða þar með hvernig starfsumhverfi landbúnaðar verður til framtíðar. Það er ekkert smáverkefni og mikilvægt að þeir sem halda á stjórnartaumum hafi viðtækan skilning á þessari grunnatvinnugrein landsins.

Kosningapróf geta verið skemmtileg dægradvöl. Fyrir óákveðna kjósendur geta slíkar kannanir haft áhrif á viðhorf kjósenda bæði til framboða og málefna. Vefsíðan Kjóstu rétt býður upp á eitt slíkt próf sem Vísir endurbirtir á sinni síðu. Þar eru settar fram staðhæfingar sem þátttakandi metur hvort hann sé sammála eða ósammála, mjög eða ekki og hversu mikilvægt tiltekið mál kann að vera. Út frá svörum sínum fær þátttakandi svo speglun á hvaða framboð eiga best við skoðanir hans. Á vef Kjóstu rétt er, auk prófsins, hægt að lesa sig til um áherslur stjórnmálaflokka í tilteknum málefnum, s.s. byggðarmálum, skattamálum og umhverfismálum.

Lítil áhersla er lögð á landbúnaðarmál í stefnuskrám stjórnmálaflokka ef marka má það sem þar kemur fram. Landbúnaður er nefndur undir atvinnumálum og loftslagsmálum hjá Framsókn, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Sauðfjárrækt er ekki nefnd sérstaklega neins staðar og ég hef ekki orðið vör við neinar umræður um þá búgrein sérstaklega.

Því kemur á óvart þegar mæla á hversu vel afstaða þess, sem tekur kosningaprófið, rímar við stefnu stjórnmálaflokka í landbúnaðarmálum. Það er m.a. gert með því að kalla fram viðbrögð við eftirfarandi staðhæfingu: „Hið opinbera ætti að leysa vanda sauðfjárbænda vegna búvörusamninga með fjárframlögum.“

Nú verð ég að viðurkenna að ég skil ekki setninguna. Hvaða vanda eiga sauðfjárbændur við að etja vegna búvörusamninga? Ég hef ekki séð neinn flokk setja málefni sín gagnvart landbúnaði fram á þennan hátt en samkvæmt upplýsingum frá stofnanda prófsins eru spurningarnar „unnar í samstarfi við fólk úr háskólanum og þeim er svarað beint af flokkunum sjálfum“.

Í öllu falli er einföldunin gríðarleg. Búgreinar landbúnaðar eru ellefu talsins samkvæmt Bændasamtökum Íslands, og tilheyrir sauðfé einni þeirra. Viðfangsefnin sem heyra undir málaflokkinn eru því ansi víðtæk.

Í þessu tölublaði má nálgast allmargar aðsendar greinar frambjóðenda ólíkra stjórnmálaflokka þar sem þeir tiltaka áherslur sínar í málefnum landbúnaðar og landsbyggðar. Þar er ánægjulegt að lesa sig nánar til um hugmyndir og stefnur framboða til þessa lykilmálaflokks.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...