Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eva Margrét Jónudóttur, verkefnisstjóri hjá Matís, að störfum.
Eva Margrét Jónudóttur, verkefnisstjóri hjá Matís, að störfum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 8. janúar 2025

Kjöt af kornfóðruðum holdablendingum kom best út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í neytendakönnun, sem Matís stóð fyrir á kjötgæðum nautakjöts, líkaði neytendum best við nautakjöt af kornfóðruðum holdablendingum.

Enginn bragðmunur var en marktækur munur var á áferð á milli samanburðarhópa. Til grundvallar voru fóðurtilraunir með fjóra nautahópa, þar sem skoðuð eru áhrif á kjötgæði út frá annars vegar hlutfalli korns í fóðri og hins vegar nautgripakyni.

Áhrif mismunandi hlutfalls korns í heildarfóðri

Verkefnið heitir Áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum. Eva Margrét Jónudóttir, verkefnisstjóri hjá Matís, segir að tólf naut hafi verið í hverjum hópi og öll alin á sama bæ við sömu aðstæður, eða nánar til tekið í Hofstaðaseli í Skagafirði. Verkefnið eigi að svara því hvaða áhrif mismunandi hlutfall korns af heildarfóðri holdablendinga hafi á kjötgæði og markaðsstöðu þessa kjöts í samanburði við kjöt af ungneytum af íslenska kúakyninu. Hún segir að bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir en opin lokaskýrsla sé væntanleg í janúar á næsta ári. Gripirnir voru aldir þar til þeir náðu um 620–630 kílóum og þá slátrað. Eftir slátrun lágu þá fyrir upplýsingar um áhrif fóðrunar á vaxtarhraða, sláturaldur og kjötmat.

Kornfóður virtist koma betur út

Einn hópurinn var holdablendingshópur sem fékk ekkert korn, annar holdablendingshópurinn fékk 20% hlutfall korns í heildar þurrefnisáti, þriðji holdablendingshópurinn fékk 40% hlutfall korns í heildar þurrefnisáti og loks var hópur af nautum af íslenska kúakyninu sem fékk 20% kornhlutfall í heildar þurrefnisáti.

Eva segir að hópurinn af nautum af íslenska kúakyninu, sem fékk 20% kornhlutfall, hafi eingöngu verið borinn saman við holdablendingshópinn sem fékk 20% kornhlutfall. Holdablendingshóparnir hafi svo innbyrðis verið bornir saman. „Mest geðjaðist neytendum að áferð kjötsins af holdablendingunum sem fengu 20% og 40% hlutfalls korns og var marktækur munur á milli hópa.

Greindu neytendur mun á milli allra hópa nema á milli 20% og 40% hópa holdablendinga.

Meiri einstaklingsbreytileiki var greindur innan hóps íslenska kúakynsins heldur en hjá holdablendingum. Það kemur ekki á óvart þar sem erfðafjölbreytileiki er meiri hjá íslenska kúakyninu,“ segir Eva.

Mesta fitusprengingin hjá kornfóðruðum holdablendingum

Að sögn Evu kom í ljós að hlutfall fitu jókst með vaxandi korngjöf hjá holdablendingum, sem sé í takti við aðrar rannsóknir. Fitusýrugreining var einnig í takt við aðrar rannsóknir en þar mátti sjá örlítið hærra hlutfall af mettuðum fitusýrum með aukinni korngjöf og þá sömuleiðis hærra hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum hjá þeim hópi sem aðeins fékk gróffóður. „Fitusprenging með sjónmati var sambærileg hjá 20% og 40% holdablendingahópunum en aðeins minni hjá 0% hópnum og íslensku nautunum sem fengu 20% korn.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Sel ehf., Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Íslandsnaut frá ferskum kjötvörum, Kjötafurðastöð KS og Landbúnaðarháskóli Íslands. Verkefnið er styrkt af Matvælasjóði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...