Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Högni Elfar Gylfason.
Högni Elfar Gylfason.
Lesendarýni 23. september 2021

Kjósum íslenskan landbúnað

Höfundur: Högni Elfar Gylfason

Í aðdraganda alþingiskosninga er aðeins farið að ræða málefni íslensks landbúnaðar frá fleiri sjónarhornum en hagsmunum innflytjenda matvöru.  Stjórnmálamenn geysast um héruð til að koma sínum sjónarmiðum og stefnumálum á framfæri við kjósendur í von um atkvæði þeirra.  En hvað hefur gerst á kjörtímabilinu sem er að líða sem hefur haft áhrif á hagsmuni og afkomu bænda og matvælaframleiðslu í landinu?

  • Innflutningur kjöt- og mjólkurvara hefur verið aukinn um mörg hundruð tonn eftir stækkun tollasamnings við Evrópusambandið.
  • Flutt hafa verið inn hundr­uð tonna af ostum á fölskum forsendum þess efnis að það séu jurtaostar. Nú liggur fyrir úrskurður yfirskattanefndar um að hér hafi í einhverjum tilvikum verið um mjólkurost að ræða.
  • Þess eru dæmi að flutt hefur verið inn beinlaust kjöt sem ranglega hefur verið skráð sem kjöt á beini, en það þýðir að mun lægri tollar eru greiddir af vörunni.
  • Afurðaverð til sauðfjárbænda sem lækkaði um í kringum 40% fyrir fáeinum árum má án vafa að einhverju leyti rekja til mikils innflutnings á kjöti, en lagfæring þess hefur látið á sér standa og verð til íslenskra sauðfjárbænda er á pari við það sem lægst gerist í Evrópu.
  • Afurðaverð hefur ítrekað verið lækkað til nautgripabænda. Þetta má án vafa rekja til vaxandi innflutnings á nautakjöti.
  • Afkoma afurðastöðva og úrvinnsluaðila kjöts og mjólkurafurða á landinu hefur hlotið mikinn skaða af miklum innflutningi og samkeppni við erlenda framleiðendur sem eru svo stórir að þeir gætu framleitt á fáeinum dögum ársneyslu allra Íslendinga.
  • Merkingareglugerð sem tekin var upp frá Evrópusambandinu og tilgreinir hvernig upprunamerkja skuli matvæli gengur alltof skammt í að upplýsa neytendur um hvaðan hráefnið í vörum sem boðnar eru til sölu í verslunum er upprunnið, né heldur tekur hún á því vandamáli að matur sem seldur er í mötuneytum og veitingahúsum virðist ríkisfangslaus með öllu og sjaldnast sagt nokkuð frá uppruna hráefna máltíða þar.  Allt þetta virðist vera hannað til að hjálpa innflytjendum að blekkja neytendur til að halda að þeir séu að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir. 

Hvað er til ráða til að rétta af uppsafnaðan halla íslenskrar landbúnaðarframleiðslu og koma henni í eðli-legt horf eftir niðurdrepandi kjörtímabil sem er að líða?  Kjörtímabil þar sem Sjálfstæðisflokkur í broddi fylkingar með stuðningi Vinstri grænna og Framsóknarflokks hefur lagt alla áherslu á hagsmuni íslenskra innflytjenda landbúnaðarvara og stórkaupmanna sem stjórna stærstum hluta dagvörumarkaðar á Íslandi undir sérstökum verndarvæng Samkeppnisstofnunar og reyndar líka íslenskra tollayfirvalda sem virðast hafa lagt sig í líma við að vera ekki fyrir innflytjendum.

Eins og mál standa í dag er einungis einn flokkur í framboði til Alþingis sem virkilega ber hag íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu fyrir brjósti.  Flokkur sem hefur sett fram trúverðuga og vel framkvæmanlega landbúnaðarstefnu (https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=42).  Flokkur sem sýnt hefur að hann gerir það sem hann segist ætla að gera. Miðflokkurinn er sá flokkur sem ætlar að koma íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu aftur á þann stall sem hann á skilið og sem þjóðin á skilið. Þannig mun þjóðin stórauka fæðu- og matvælaöryggi sitt með nægum heilnæmum matvælum úr íslenskri náttúru í stað þess að treysta á að aðrar þjóðir sjái okkur fyrir mat í öllum aðstæðum sem upp geta komið til frambúðar.

Ég bið ykkur, bændur, búalið og aðrir, sem viljið veg íslenskrar matvælaframleiðslu og íslenskrar landsbyggðar sem mestan og bestan um ykkar stuðning í alþingiskosningunum sem fram fara 25. september næstkomandi. Ef þið verðið upptekin þennan dag bið ég ykkur að fara og kjósa utan kjörfundar svo atkvæði ykkar glatist ekki.

Setjum X við M fyrir íslenskar sveitir og íslenska matvælaframleiðslu.

 

Högni Elfar Gylfason,
frambjóðandi Miðflokksins í 5. sæti í Norðvesturkjördæmi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...