Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjói
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn sem er allur miklu stærri og þreknari. Kjóinn er aftur á móti minni og allur fíngerðari. Tvö litbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er aldökkur og að mestu móbrúnn en fuglinn sem er á myndinni er dæmi um ljósan kjóa. Eitt af helstu einkennum hans eru langar, oddhvassar miðfjaðrir í stélinu sem sjást vel á myndinni. Kjói er með langa vængi, rennilegan búk og er afar flugfimur. Hann hefur lært að nýta sér þessa flugfimi til að ræna æti frá öðrum fuglum. Hann eltir uppi kríur, ritur, lunda og fýl og þreytir þá þangað til þeir neyðast til að sleppa ætinu sem þeir hafa. Kjóinn nær þá að grípa ætið, jafnvel á flugi. Kjói er útbreiddur um allt land frá fjöru til fjalls og inn á hálendi. Varpsvæði hans eru því nokkuð fjölbreytt. Þótt hreiðrið sjálft sé lítilfjörlegt – dæld í jörðinni – þá verpa þeir í votlendi, móum, söndum og hálendisvinjum. Hér á Íslandi er hann farfugl en varpheimkynni hans eru ekki bara á Íslandi heldur allt umhverfis norðurheimskautið og Norður-Atlantshafið. Þegar haustar færir hann sig síðan sunnan megin við miðbaug þar sem hann dvelur á Suður-Atlantshafinu.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...