Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjassgefinn forystuhrútur
Líf og starf 21. desember 2020

Kjassgefinn forystuhrútur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Einarsstöðum í Reykjadal, á sér einn uppáhaldshrút í fjárhúsinu en það er mjög fallega hyrndur forystuhrútur, sem Olga segir ofurfallegan. 

Hrúturinn er fæddur 2016 í Hellulandi í Aðaldal hjá Snjólaugu Önnu Pétursdóttur og Kristjáni Hólmgeiri Sigtryggssyni en Olga fékk hann í skiptum fyrir gráan gerðarhrút. Hrúturinn heitir Moreward Haig eftir uppáhalds sögupersónu móðurafa Olgu en sá Haig var „fullnumi“, eins konar andlegur gúrú. 

„Hrúturinn hefur höfðinglegt lundarfar, vill að maður sýni honum virðingu og þá fær maður virðingu á móti. Hornin byrgja honum aðeins sýn, svo hann virðist stundum hvumpinn en hann er líka afar þakklátur þegar ég hreinsa hey frá augum hans en það vill setjast ofan á hornin. Hann er afar kjassgefinn og ljúfur.  Forystueðlið er ágætt, hann fer á undan heim og er ekki óþægur,“ segir Olga Marta, rígmontin með fallega hrútinn sinn.

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjár­bóndi á bænum Einars­stöðum í Reykjadal,
með forystuhrútinn Moreward Haig.

Skylt efni: forystufé

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...