Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á Hofstaðaseli er að fara í gang athugun sem á að gefa skýrari mynd á hversu mikið kjarnfóður er rétt að gefa ungnautum.
Á Hofstaðaseli er að fara í gang athugun sem á að gefa skýrari mynd á hversu mikið kjarnfóður er rétt að gefa ungnautum.
Á faglegum nótum 22. nóvember 2022

Kjarnfóðurgjöf holdanauta athuguð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er að hefja athugun á kjarnfóðurgjöf við ræktun holdanauta.

Ditte Clausen

Ditte Clausen, ráðunautur hjá RML, segir að markmið verkefnisins sé að varpa ljósi á hvað sé hægt að gefa lítið kjarnfóður, en ná samt góðri flokkun og heppilegum vaxtarhraða. Athugunin fer fram í Hofstaðaseli í Skagafirði í samstarfi við Bessa Frey Vésteinsson bónda.

Athuguninni er ætlað að varpa betra ljósi á það hversu lítið kjarnfóður bændur geta gefið, án þess að það verði óhagkvæmt. Veigamikið atriði í ræktun holdanauta er tíminn sem fer í að ná sláturþyngd. Því er oft ákjósanlegast að gefa meira kjarnfóður, þar sem það leiðir yfirleitt til skemmri vaxtartíma.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að því lengur sem gripur er á húsi, því dýrari er ræktunin á honum. Langur vaxtartími minnkar veltu gripa á búinu og eftir að nautin hafa náð ákveðnum aldri nýtist fóðrið ver til vaxtar. Með athuguninni vonast RML til að geta gert fóðuráætlanir þar sem hægt er að stilla af magn kjarnfóðurs með tilliti til grófóðurgæða og hversu mikinn tíma er hægt að gefa gripunum í vöxt á hverju búi.

108 kálfar í sex hópum

Fyrstu kálfarnir verða teknir á hús núna og tekur minnst tvær vikur að koma öllum hópnum inn. Þeir hafa verið í haga með móður sinni – þeir elstu frá því í apríl, en þeir yngstu síðan í ágúst. Allir kálfarnir sem taka þátt í athuguninni eru blendingar af holdanautakyni og því enginn arfhreinn af íslenska mjólkurkúakyninu.

Kálfarnir verða vigtaðir þegar þeir eru teknir inn og fráfæruþunginn skrásettur. Þegar öllum kálfunum hefur verið komið fyrir, er hópurinn vigtaður á ný og verður sá þungi hinn eiginlegi upphafsþungi rannsóknarinnar.

Samtals eru 108 kálfar í athuguninni sem flokkaðir eru í þrjá hópa eftir því hversu mikið kjarnfóður þeir fá. Þeir verða hafðir í sex stíum sem gefur möguleika á tveimur endurtekningum fyrir hverja meðferð.

Sláturaldur ræðst af þunga

Allir gripirnir verða vigtaðir mánaðarlega og verður miðað við að senda þá í sláturhús þegar þeir hafa náð nálægt 580 kílógrömmum á fæti, sem gefur um 300 kílógramma fallþunga. Athugunin miðar að því að kanna hversu langan tíma tekur fyrir gripina að ná þeim þunga. Talið er að hagkvæmast sé að ná þessari þyngd áður en nautin ná 18 mánuðum, en aldur íslenskra sláturgripa er að meðaltali tvö ár.

Gróffóðrið í Hofstaðaseli er allt í heyrúllum. 15 heysýni hafa verið tekin sem eiga að gefa góða heildarmynd á heyforðann. Jafnframt mun Bessi taka regluleg sýni eftir að gróffóðrið hefur farið í gegnum fóðurblandarann og því hægt að sjá hvort að blandan stenst forsendur. Heilfóðurblandarinn gefur möguleika á að vigta hverja einustu gjöf. Mánaðarlega verður allt moðið vigtað og verður þá hægt að reikna út meðalát.

Þegar Bændablaðið ræddi við Ditte var ekki komið á hreint hversu mikið kjarnfóður hver hópur fengi. Ef heysýnin koma sérlega vel út getur verið að einn hópurinn fái einungis gróffóður. Í þeim hópi sem mest verður gefið af kjarnfóðri verður það á bilinu 30­40%. Þar á milli verður einn hópur þar sem fóðurbætirinn verður nálægt 15­20% af þurrefnisáti. Heildarfóðrunin er mismunandi eftir aldri gripanna, en að meðaltali fá þeir fimm til níu kílógrömm þurrefnis á dag. Dagleg kjarnfóðurgjöf á hvern grip mun því ekki fara mikið yfir tvö til þrjú og hálft kílógramm.

Samsetning fóðurbætisins er ekki endanlega ákveðin og fer það eftir aðgengi að góðu byggi. Við athugunina verður því annaðhvort notast við tilbúnar kjarnfóðurblöndur eða bygg – eða blöndu af hvort tveggja. Gætt verður að því að allir hóparnir fái eins fóðurbæti, þó magnið sé ekki það sama.

Hægt að fylgjast með á Facebook

Áhugasamir geta fylgst með verkefninu á samfélagsmiðlum, en stefnt er að því að stofna Facebook­ hóp þegar verkefnið er komið í gang og verður það auglýst á heimasíðu RML. Þar verða birtar myndir og uppfærðar niðurstöður eftir því sem á líður.

Skylt efni: holdanaut | Kjarnfóður

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...