Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjarkur og Ás bestu hrútarnir 2014
Fréttir 16. apríl 2014

Kjarkur og Ás bestu hrútarnir 2014

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Kjarkur frá Ytri-Skógum er mesti alhliða kynbótahrútur landsins árið 2014 og Ás frá Skriðu besti lambahrúturinn. Verðlaun sauðfjársæðingastöðvanna voru veitt við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda og hlutu ræktendur hrútanna farandverðlaunagripi gerða af Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, svo sem venja er.

Kjarkur frá Ytri-Skógum

Kjarkur 08-840 frá félagsbúinu að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum fæddist vorið 2008. Kjarkur er sonur Kveiks 05-965 sem hlaut þessi sömu verðlaun árið 2010. Kjarkur fékk mikla notkun veturinn 2009 til 2010 og stór hópur sona hans kom til skoðunar haustið 2010. Dætur hans sýndu síðan glæsilega niðurstöðu sem afurðaær haustið 2011 sem skilaði Kjarki einu hæsta BLUP kynbótamati landsins fyrir afurðasemi, sem þó hefur lítillega lækkað frá þeim tíma. Í hrútaskrá fyrir árið 2013 stendur Kjarkur í 114 í heildareinkum í kynbótamati.

Afkvæmi Kjarks hafa alltaf verið aðeins undir meðaltali í þunga en með þykkan bakvöðva, fitulítil og gerð þeirra breytileg þó ætíð komi fram nokkrir toppar undan honum. Dætur hans hafa síðan reynst mjög frjósamar og góðar afurðaær.

Kjarkur var sinn fimmta vetur á sæðingastöð nú í vetur og hafa rúmlega 4.000 ær verið sæddar við honum. Víða má finna góða syni hans og nú þegar eru tveir þeirra komnir til notkunar á sæðingastöð, þeir Hængur 10-903 og Salamon 10-906. Hann er því vel kominn að heiðursnafnbótinni „mesti alhliða kynbótahrúturinn 2014“ sem Sigurður Sigurjónsson ræktandi hans veitti viðtöku.

Ás frá Skriðu

Ás 09-877 frá Skriðu í Hörgárdal er fæddur vorið 2009 úr ræktun þeirra Þórs Jósteinssonar og Sigríðar K. Sverrisdóttur sem stunda sauðfjárrækt í Skriðu með eftirtektarverðum árangri. Ás er töluvert fjarskyldur þeim megin hrútalínum sem hafa verið á stöðvunum undanfarin ár. Hann er sonur Fálka 08-057 frá Skriðu. Ekki er að finna sæðingarstöðvarhrúta í ættartré Áss í fyrstu þrjá liði en Spakur 00-909 frá Arnarvatni kemur fyrir í fjórða lið í gegnum Smára 06-058 frá hinu þekkta sauðfjárræktarbúi Smáhömrum í Steingrímsfirði, en þaðan var hann keyptur að Skriðu.

Ás var valinn inn á stöð sumarið 2012 á grunni athyglisverðrar reynslu úr sinni heimasveit. Hann fékk mikla notkun haustið 2012 og var þá í hópi mest notuðu hrúta stöðvanna. Í þeim stóra hópi lamba sem komu til skoðunar síðastliðið haust undan Ás, var að finna marga úrvals gripi og fjölda sona sem skipuðu sér í efstu sæti yfir landið.

Afkvæmin eru að jafnaði þéttvaxin, fremur lágfætt en væn. Bakvöðvinn getur verið breytilegur en þó að jafnaði yfir meðallagi miðað afkvæmi annarra stöðvarhrúta og fitan hófleg. Lærholdin eru yfirleitt úrvals góð og er hann annar tveggja hrúta sem skarta hæsta meðaltali fyrir þann eiginleika af stöðvarhrútum síðasta haust. Yfirburðir Áss kristallast í háu kynbótamati fyrir gerð (119 stig) og fitu (115 stig) og er hann í hópi hæstu hrúta yfir landið fyrir þá eiginleika og langefstur af þeim hrútum sem til greina komu í þessu vali. Heildarkynbótamat Áss stóð í 110 í Hrútaskránni 2013.

Ás skipar sér ótvírætt í hóp yfirburða kynbótagripa með tilliti til kjötgæða og er því vel að því kominn að fá nafnbótina “besti lambafaðirinn” árið 2014 sem þau Þór og Sigríður veittu viðtöku.

3 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...