Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kisuvettlingar
Hannyrðahornið 27. júní 2016

Kisuvettlingar

Höfundur: Guðrún María
Vettlinga með þessu munstri prjónaði hin færeyska móðir mín á okkur börnin og síðar barnabörnin.  
 
Kisuandlitin voru ýmist einlit eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll brosum við þegar við sjáum vettlinga með þessu munstri og munum eftir öllum vettlingunum sem mamma/amma prjónaði. 
 
Garn: 
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
 
Prjónar: 
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
 
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
 
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkjur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumallykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40 lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp 4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5 sm.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
 
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja,
Guðrún María           
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...