Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kirsuber til margra hluta nytsamleg
Mynd / EHG
Á faglegum nótum 6. september 2016

Kirsuber til margra hluta nytsamleg

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það hefur viðrað sérstaklega vel til berjasprettu ýmiss konar á Norðurlöndunum í ár líkt og á Íslandi. Í Noregi sem dæmi er úr mörgum berjategundum að ráða sem vaxa villt og eða í görðum hjá fólki. Þannig hafa kirsuberjatré þar í landi, sérstaklega á vesturströndinni, gefið af sér gríðargóða uppskeru þetta síðsumarið.
 
Kirsuber eru ávextir með steinum í og í ætt við plómur, þau er hægt að skilgreina í tvo aðalflokka, sætkirsuber og súrkirsuber. Þau hafa dökkrauðan lit á hýðinu og ávaxtakjötinu og eru súr á bragðið. Því er ávöxturinn mikið notaður til saftgerðar ásamt í vín- og líkjöraframleiðslu og er kjörin vara til þess en einnig er hægt að nota berin til sultugerðar. Einnig er hægt að setja berin í sykurlög og úr verða kokteilber eftir ákveðinn tíma. 
 
Vaxa villt um allan heim 
 
Kirsuber koma upprunalega frá svæðinu í kringum Adríahafið en vaxa einnig villt á fleiri stöðum í Evrópu og í heiminum. Nafnið kemur úr kúrdísku, keras, sem breyttist með tímanum í latneska orðið cerasus og síðan í hið germanska kirsa. Víða hefur fólk ávöxtinn á trjám í görðum hjá sér. Berin verða ekki nema um 1–1,5 cm að þvermáli og þegar þau verða þroskuð geta þau verið gul, rauð, blóðrauð eða alveg svört á lit. Í miðju berjanna er kjarninn sem er mjög harður og geymir fræ ávaxtarins. Kirsuberjasteinninn er næstum því kúlulaga og um 0,5–0,8 cm að þvermáli og inniheldur efnið amygdalin sem breytist í sykur og blásýru ef kjarninn skemmist. 
 
Notuð í náttúrumeðöl
 
Kirsuber eru mjög trefjarík og innihalda litarefnið betakaroten. Einnig innihalda þau efni sem eru bólgueyðandi fyrir líkamann. Vegna þess hversu súr ávöxturinn er passar hann einna best til geymslu en þó er hægt að borða hann eins og hann kemur af trjánum til dæmis með jógúrti eða í ávaxtasalat. 
Kirsuber eru ekki eingöngu falleg á að líta heldur eru þau einnig holl. Þannig gefur hálfur lítri af kirsuberjasafti sem nemur dagsneyslu C-vítamína, sé 250 g af kirsuberjum neytt daglega getur neyslan læknað blöðrubólgu og gigt. Ávöxturinn er notaður í náttúrumeðöl gegn tannlosun. Kirsuberjaræktun er útbreidd um allan heim en um 80% af heimsframleiðslunni kemur enn frá Evrópu. 
 
Kirsuberjauppskriftir
 
Kirsuberjalíkjör
  • 1 kg kirsuber
  • 500 g sykur
  • 1 flaska vín, 60%
 
Aðferð:
Hreinsið stilkana af berjunum. Hreinsið steina úr helmingi berjanna. Setjið ber og sykur til skiptis í stórt ílát/flösku. Hellið víninu í ílátið og látið standa við stofuhita þangað til sykurinn hefur bráðnað. Veltið ílátinu við öðru hverju. Líkjörinn á að standa í að minnsta kosti 10 vikur áður en hans er neytt. Ef vantar meiri sætu er bara að bæta við örlítið meiri sykri. Ekki er nauðsynlegt að sigta berin frá ef nota á líkjörinn innan hálfs árs. 
 
Heimatilbúin kirsuberjasósa
  • 500 g kirsuber, fersk eða frosin
  • 150 g sykur
  • 1 vanillustöng
  • 3 dl vatn
  • 2 msk. Maizena-mjöl
  • 2 dl kirsuberjavín/líkjör

4 myndir:

Skylt efni: kirsuber

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...