Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, gamanleik af bestu gerð í þýðingu Elísabetar Snorradóttur.

Leikhúsgestir fá að kynnast þremur ekkjum, vinkonum sem allar hafa gengið í gegnum missi eiginmanns síns en fundið mismunandi leiðir til að takast á við þá sorg. Þær fara saman mánaðarlega í kirkjugarðinn til að vitja grafanna, og rekast einn daginn á fullorðinn ekkil. Einhverjar tilfinningar kvikna í kjölfarið sem miserfitt er að vinna úr enda spurning hvort eigi að vera sínum ektamanni trú yfir líf og dauða. Eitt er víst að lífið heldur áfram. Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir undir leikstjórn Péturs Eggerz. Hefjast sýningar þann 8. mars en uppselt er á frumsýninguna. Frekari sýningar eru 10. mars klukkan 17, og svo 16. og 22. mars klukkan 20. Miðasala er í síma 8975007 og á netfanginu halaleikhopurinn.is en miðaverð er 3.500 kr.

Skylt efni: Halaleikhópurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...