Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst frá Háskólanum á Hólum af hestafræðibraut. Hjörvar er þriðji ættliður Kirkjubæinga en þrð hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1950. Fyrstu 15 árin voru það bræðurnir Stefán og Eggert Jónssynir sem ræktuðu hross í Kirkjubæ en þá tók við búinu afi Hjörvars, Sigurður Haraldsson. Við vinnum við að rækta og þjálfa hesta og tökum einnig að okkur reiðkennslu. Við erum bæði að þjálfa hesta frá okkur en einnig fyrir aðra.

Býli? Kirkjubær á Rangárvöllum.

Hjörvar, Hanna Rún og Lilja Rún

Ábúendur? Hjörvar Ágústsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og dóttir okkar, Lilja Rún Hjörvarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við erum þrjú í heimili, eigum svo kisuna Blesu og hundana Dögg og Kröflu, sem eru ástralskir fjárhundar.

Stærð jarðar? 1.500 hektarar. Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár? Á jörðinni eru um 100 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum á að gefa og moka stíur, svo er riðið út þangað til komið er að kvöldgjöf hjá hestum og mönnum, svo frekar einfalt prógramm alla daga.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Frumtamningarnar á haustin eru með því skemmtilegra sem við gerum og ætli það leiðinlegasta sé ekki að fara skyndilega í girðingarvinnu þegar maður má alls ekki vera að því, girðingar slitna nánast alltaf þegar það er annaðhvort mjög vont veður eða við í mikilli tímaþröng.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi alveg jafngaman að þjálfa hesta og vonandi fjöldi hesta í húsinu frá Kirkjubæ orðinn aðeins stærri en fjöldi hesta frá öðrum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til smjör og ostur og svo frosnar beyglur með rúsínum í frystinum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki grillað lambakjöt og meðlæti, mjög vinsæll matur yfir sumarmánuðina.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Öll eftirminnilegustu atvikin eru frá því þegar við vorum að reyna vera fjárbændur, vorum með um 30 fjár. Komumst að því að við erum vonlaus í því.

Eigum ótal sögur af okkur að detta almennilega á hildir rétt áður en lagt var af stað í keppnisferðalag og vera stönguð af rollu við það að reyna að hjálpa stífluðu lambi með óvenjulegum aðferðum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f