Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst frá Háskólanum á Hólum af hestafræðibraut. Hjörvar er þriðji ættliður Kirkjubæinga en þrð hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1950. Fyrstu 15 árin voru það bræðurnir Stefán og Eggert Jónssynir sem ræktuðu hross í Kirkjubæ en þá tók við búinu afi Hjörvars, Sigurður Haraldsson. Við vinnum við að rækta og þjálfa hesta og tökum einnig að okkur reiðkennslu. Við erum bæði að þjálfa hesta frá okkur en einnig fyrir aðra.

Býli? Kirkjubær á Rangárvöllum.

Hjörvar, Hanna Rún og Lilja Rún

Ábúendur? Hjörvar Ágústsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og dóttir okkar, Lilja Rún Hjörvarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við erum þrjú í heimili, eigum svo kisuna Blesu og hundana Dögg og Kröflu, sem eru ástralskir fjárhundar.

Stærð jarðar? 1.500 hektarar. Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár? Á jörðinni eru um 100 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum á að gefa og moka stíur, svo er riðið út þangað til komið er að kvöldgjöf hjá hestum og mönnum, svo frekar einfalt prógramm alla daga.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Frumtamningarnar á haustin eru með því skemmtilegra sem við gerum og ætli það leiðinlegasta sé ekki að fara skyndilega í girðingarvinnu þegar maður má alls ekki vera að því, girðingar slitna nánast alltaf þegar það er annaðhvort mjög vont veður eða við í mikilli tímaþröng.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi alveg jafngaman að þjálfa hesta og vonandi fjöldi hesta í húsinu frá Kirkjubæ orðinn aðeins stærri en fjöldi hesta frá öðrum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til smjör og ostur og svo frosnar beyglur með rúsínum í frystinum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki grillað lambakjöt og meðlæti, mjög vinsæll matur yfir sumarmánuðina.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Öll eftirminnilegustu atvikin eru frá því þegar við vorum að reyna vera fjárbændur, vorum með um 30 fjár. Komumst að því að við erum vonlaus í því.

Eigum ótal sögur af okkur að detta almennilega á hildir rétt áður en lagt var af stað í keppnisferðalag og vera stönguð af rollu við það að reyna að hjálpa stífluðu lambi með óvenjulegum aðferðum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...