Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Maxus Deliver 3.
Maxus Deliver 3.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 1. desember 2020

Kínverskur rafknúinn Maxus sendibíll með allt að 340 kílómetra drægni

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það sem af er ári hefur sala á rafknúnum bílum slegið met og þá aðallega í sölu á fólksbílum til einkanota, en frá áramótum hafa verið seldir yfir 2.400 rafmagnsbílar (þar af um 800 Teslur). Fá fyrirtæki eru að kaupa sendibíla, en nokkuð er um að fyrirtæki eru með smærri rafmagnsbíla fyrir starfsmenn. 

Í nokkur ár hafa verið fáanlegir litlir sendibílar, en miðað við innkaupsverð, drægni í rafhlöðu og stærð bílanna hefur sala á þeim verið frekar lítil. Nú er kominn á markað kínverskur rafmagnsbíll sem ætti að henta töluverðum hópi þeirra sem nota sendibíla.

Mér brá þegar ég opnaði „húddið“,  engar lamir voru á vélarhlífinni.

Maxus Deliver 3–122 hestafla 100% rafmagnssendibíll

Í Skeifunni 17 er fyrirtækið Vatt sem selur rafmagnsvespur og rafmagnsbíla (þar sem Suzuki mótorhjól voru seld áður). Nýlega komu til landsins fyrstu  Maxus Deliver sendibílarnir sem framleiddir eru í Kína. Þeir koma í nokkrum stærðum (langir og stuttir) og eru með 122 hestafla rafmagnsvél, uppgefin drægni er á bilinu 235340 km (fer eftir stærð rafhlöðu). 

Bílarnir eru framhjóladrifnir, sjálfskiptir á verði frá 5.280.000 upp í 6.280.000. Við fyrstu sýn eru bílarnir ekki ósvipaðir að stærð og sendibíllinn Reunault Trafic, sem ég vinn á, og með það í huga fór ég í tæplega 100 km prufuakstur á bílnum.

Snerpan sérstaklega skemmtileg fyrstu metrana af stað

Þó að íburður sé ekki mikill og ef lítið er af aukabúnaði eins og blindhornsvara, einnig að miðstöð er ekki skemmtileg, það vantar hita í stýri og sæti, þá er samt nokkuð þægilegt að sitja í bílnum. Útsýni er gott fram á við og hliðarspeglar eru stórir og góðir. 

Eins og með alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég bílinn á 90 km hraða. Miðað við að þetta er  rafmagnsbíll þá eru 74,1 desibel frekar í hærri kantinum. Einnig ef tekið er tillit til þess að hann  var á sumardekkjum. Ástæðan virðist vera að bíllinn er frekar lítið einangraður enda veghljóð aðeins yfir meðallagi. 

Í innanbæjarakstri er bíllinn skemmtilega snarpur, aðeins örfáar sek. upp í 60 km hraða. Til samanburðar er bíllinn sem ég vinn á um 50 hestöflum kraftmeiri, en er lengur að ná 60 úr kyrrstöðu. 

Eftir innanbæjaraksturinn fór ég út fyrir bæinn til að skoða drægni (rafhlaðan var hálfhlaðin þegar ég fékk bílinn). Neðst í Mosfellsdalnum stoppaði ég og fiktaði í öllum tökkum til að skoða hvað væri annað en mótorarnir sem gætu haft áhrif á drægnina. Ekkert virtist hafa áhrif á uppgefna drægni nema miðstöðin, því þegar hún var sett á fór drægnin úr 114 km í 102. Það er sambærilegt við aðra rafmagnsbíla. Það að vera með miðstöðina í gangi er mesti rafmagnsþjófnaðurinn gagnvart drægni.

Ágætis fjöðrun, en fullmikið smásteinahljóð undir bílnum á möl

Hjólbarðarnir eru ekki sérlega stórir (185/65/15) og gefa þar af leiðandi ekki mikið eftir í holum, en fjöðrunin á bílnum er ágæt. Á malarvegi er bíllinn aðeins laus að aftan (var að vísu með algjörlega tóman bíl sem má hlaða allt að 1000 kg). Smásteinarnir sem komu frá hjólbörðunum gáfu fullmikið „baukahljóð“ í lítið einangraðan undirvagninn. Það gæti hugsanlega breyst við að ryðverja undirvagninn. Annars var fjöðrunin furðu góð á malarveginum. 

Eftir blautan og moldugan malarveginn var bíllinn í meðallagi skítugur, en af einhverjum orsökum virtist mesti skíturinn fara á bakkmyndavélaaugað svo að lítið sást aftur fyrir þegar næst þurfti að bakka.

Eftir fikt í öllum rafmagnstökkum komst ég að því að það var miðstöðin sem stytti akstursdrægnina mest.

Plúsar og mínusar

Stærsti plúsinn er fyrir mér að bíllinn henti best til innanbæjaraksturs. Ef gengið er út frá 30.000 km ársnotkun ætti þessi rafmagnsbíll að vera hagkvæmur í rekstri og fljótur að borga sig upp, því mín reynsla er að sambærilegir díselbílar eyða á bilinu 913 lítrum af eldsneyti á hundraðið innanbæjar. 

Mínusarnir eru nokkrir: Erfitt að halda jöfnum hita inni í „ökumannsrýminu“, annaðhvort var of heitt eða kalt. Það vantar hitamæli sem sýnir útihita. Þá þarf að muna eftir að kveikja og slökkva ljós til að fá löglegan ljósabúnað í akstri, vantar varadekk. 

Eitt er þó varasamt við bílinn. Ef maður þarf að opna vélarhúsið þá eru ekki neinar lamir á vélarhlífinni. Mér dauðbrá þegar ég opnaði hana upp í vindinn og „húddið“ fauk upp og af bílnum, en mér rétt tókst í tæka tíð að grípa það áður en það færi í framrúðuna. Þetta er eitthvað sem mætti huga að og setja einhvers konar öryggisspotta eða vír svo að þetta gerist ekki. Annars er hægt að nálgast meiri upplýsingar um Maxus sendibílana og væntanlegan 7 sæta Maxus fjölskyldubílinn á vefsíðu Vatt ehf. á slóðinni www.vatt.is. 

Bakkmyndavélin er ágæt, en linsan safnar fljótt á sig óhreinindum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...