Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Mynd / Northwest A&F University
Utan úr heimi 7. mars 2023

Kínverjar klóna ofurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og erfðafræðingar í Kína hafa klónað kvígur úr kúm sem mjólka yfir 18 tonn á ári. Til samanburðar mjólkaði afurðahæsta kýrin hér á landi rétt rúmum 8,9 tonnum á síðasta ári.

Kýrnar sem um ræðir eru Holstein Friesian, sem er kyn sem upprunnið er í Hollandi, og mjólka tæplega tvisvar sinnum meira en aðrar kýr af því kyni. Gert er ráð fyrir að hver um sig eigi klónuðu kvígurnar að geta mjólkað 18 tonnum á ári, eða um 100 tonnum af mjólk á líftíma sínum.

70% mjólkurkúa fluttur inn

Klónunin er sögð marka tímamót í kínverskum mjólkuriðnaði og draga úr þörf Kínverja til að treysta á innflutning á mjólk og erlendum mjólkurkúm en um 70% mjólkurkúa í Kína eru fluttar inn.

Þrjár klónaðar kvígur eru þegar í eldi Landbúnaðar-, skógræktar- og tækniháskólans í Ningxia- hreppi í Norðvestur-Kína.

Kvígurnar eru afrakstur 120 fósturvísa sem upphaflega koma úr frumum sem teknar voru úr eyrum móður kúnna og komið fyrir í fósturmæður sem flestar eru óbornar þegar þetta er skrifað.

Fyrsta kvígan kom í heiminn eftir skurðaðgerð 30. desember síðastliðinn og vó 56,7 kíló og var 76 sentímetrar á herðakamb og 113 sentímetrar að lengd.

Auk þess sem litarbrigði á feld voru nákvæmlega þau sömu og móður kýrinnar.

Klónun flýtir kynbótastarfi

Að sögn forsvarsmanns verkefnisins eru um 6,6 milljón mjólkurkýr í Kína og fimm af hverjum tíu þúsund kúm geta mjólkað 100 tonnum á líftíma sínum.

Hann segir nánast ómögulegt að áætla mjólkurgetu kúa með nokkurri vissu snemma á ævi þeirra og því erfitt að velja ofurkýr til undaneldis og að það megi því flýta kynbótastarfinu með klónun.

Ætlun Kínverja er að klóna ríflega eitt þúsund ofurkýr á næstu tveimur til þremur árum og smám saman að verða sjálfum sér nógir um afurðamiklar mjólkurkýr.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f