Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Mynd / Luke Hodde, Unsplash
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Höfundur: Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöðum.

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað um kolefnisbindingu, loftslagsvænan landbúnað, sjálfbærni, líffræðilegan fjölbreytileika, gróðurhúsalofttegundir, kolefnisfótspor landbúnaðarins, loftslagsbókhald, endurheimt vistkerfa (lesist mokað ofan í skurði) o.s.frv.

Það er að sönnu ekki beinlínis sagt að bændur eigi að skammast sín eða a.m.k. að fá samviskubit fyrir að ofhita Jörðina með framferði sínu. Að framleiða mat fyrir þjóð sína. En fólk skilur fyrr en skellur í tönnum.

Fyrir rúmum þrjátíu árum var ég á ferð vestur í Kanada ásamt félögum mínum í Karlakórnum Heimi. Við fórum víða og skoðuðum margt undir frábærri leiðsögn Davíðs heitins Gíslasonar, bónda á Svaðastöðum í Geysisbyggð vestur þar. Í Albertafylki heimsóttum við m.a. bónda af íslenskum ættum sem stundaði nautgriparækt. Okkur var sagt að hann ræki stærsta bú sinnar tegundar í Kanada, þ.e. til nautakjötsframleiðslu. Það vakti undrun okkar að þarna voru nánast engar byggingar. Fóðurgeymslan var gras og kornstæða sem leit þó miklu fremur út sem gríðarstór hóll. Nautgripirnir voru að sögn allan ársins hring undir berum himni í mörgum misstórum gerðum (hólf úr grindverki). Þarna voru þeir fóðraðir eftir sex mánaða aldur. Fram að því gengu kálfarnir undir mæðrum sínum. Á veturna eru þarna ósjaldan naprir norðanvindar og frostið fer hæglega niður í -20 til -30 °C. Þarna fóru í gegn á hverju ári, – var okkur sagt – ríflega 80 þúsund gripir. Að stórum hluta var þeim ekið suður fyrir landamærin til USA og slátrað þar. Það fylgdi svo sögunni að í Kanada væri allt aðeins vasaútgáfa af því sem finna mætti í Bandaríkjunum. Til samanburðar voru á þessum tíma allar mjólkurkýr á Íslandi um það bil 33 þúsund.

Í Evrópu er nánast allt landslag manngert nema e.t.v. allra nyrsti hluti álfunnar. Sums staðar er þéttleiki dýra gríðarlegur, t.d. í Danmörku og Hollandi, annars staðar akrar eins og augað eygir. Oftast umbylt á hverju ári. Opinn svörður, óvarinn fyrir veðrum og vindum. Benelúxlöndin og Rínarsvæðið með þéttbýlustu svæðum Jarðarinnar. Hér verða til kenningar – réttar eða rangar – um skaðsemi landbúnaðar, ekki síst búfjárhalds fyrir andrúmsloftið og vistkerfið!!?

Hér á Íslandi er staðan gjörólík. Fámenn þjóð í stóru landi. Víðáttumikil óræktuð beitilönd og svo tún sem a.m.k. hjá sauðfjárbændum er sárasjaldan umbylt heldur vaxin fjölærum grösum sem binda kolefni úr andrúmsloftinu og framleiða í leiðinni súrefni fyrir alla og allt sem lífsanda dregur. Bæði erlendar og innlendar rannsóknir sýna óyggjandi að hæfilega bitinn úthafi og slegin tún binda miklu meira kolefni en óbitinn úthagi eða óslegin tún. Þetta geta allir sem eiga lóðir séð með eigin augum. Hér fyrir norðan fara þær að grænka og binda kolefni um mánaðamótin apríl/maí (trúlega fyrr syðra) og séu þær slegnar (eða beittar) heldur þetta áfram eins langt fram á haustið og tíðarfar leyfir. Sé lóðin hins vegar ekki slegin fer grasið að skríða ekki seinna en í júlíbyrjun og trénar fljótlega upp úr því. Hægist þá mjög á allri ljóstillífun. Þess má reyndar og geta að nú er nýlega útkomin skýrsla hóps vísindamanna sem segir hinn græna hluta Jarðarinnar binda 30% meira kolefni en IPCC gerir ráð fyrir í sínum líkönum. Engin smá villa ef rétt reynist.

Að láta eins og landbúnaður, eins og hann er stundaður á Íslandi, sé einhver vá fyrir loftslagið eða líffræðilega fjölbreytni, er svo yfirgengileg bábilja að engu tali tekur. Að stór hluti „landbúnaðarakademíunnar“ (að ekki sé talað um háskólaakademíuna) skuli annaðhvort taka undir þetta eða þegja þunnu hljóði er með öllu óskiljanlegt. Hér vil ég þó undanskilja sérstaklega tvo vísindamenn – þótt nokkra fleiri mætti nefna – þau prófessor Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, okkar reynslumesta beitarsérfræðing, og Svein Hallgrímsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þau hafa bæði ítrekað, og með sterkum rökum, andæft þessari dellukenningu en eru ekki einu sinni virt svars. Firran skal keyrð áfram enda margir sem hafa orðið af henni framfærslu.

Þessi grein er skrifuð inn í örmengið Ísland og mér finnst hún eiga erindi þangað. Í stóra samhenginu horfa málin öðruvísi við. Framleidd eru í stórum stíl tæki og tól til að rústa mannvirkjum og drepa fólk. Hergagnaiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Íslensk stjórnvöld hafa nú markað sér þá stefnu að taka fullan þátt í þeim háskaleik. Nota peningana okkar sem við greiðum í sameiginlegan sjóð til að framleiða vopn. Ekkert er þá spurt um kolefnisspor, loftslagsbókhald eða líffræðilega fjölbreytni. Í þessu stóra samhengi skiptir engu hvað við gerum. Til að friða samviskuna mokum við ofan í skurði og reynum að stemma stigu við prumpi jórturdýra!!

Skyldi Bændablaðið hafa eitthvað um þetta að segja?

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...