Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 22. október 2020

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vestmannaeyjum sem áhugabændur eiga.  Um er að ræða útigangskindur, sem una hag sínum vel á klettinum. 

Svavar Steingrímsson, sem er 84 ára, er eldhress Vestamannaeyingur, sem gengur nánast á hverjum degi upp á Heimaklett sér til ánægju og yndisauka til að heilsa upp á kindurnar. Hann er alltaf með brauð í poka og það líkar þeim vel. Kindurnar, sem eru um 45, eru flestar styggar og ekki mikið gefnar fyrir fólk á klettinum en öðru gegnir um Svavar, það er nóg að hann flauti einu sinni eða tvisvar út í loftið og þá koma þær hlaupandi úr öllum áttum til hans og hópast í kringum hann til að fá brauðmola. 

Það hefur margoft sýnt sig að ef einhverjir aðrir flauta og þótt þeir séu með brauð með sér, þá láta kindurnar sér fátt um finnast og sýna engin viðbrögð, þær koma bara ef Svavar flautar.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...