Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ketilsstaðir 2 / Hvammból
Bóndinn 8. mars 2018

Ketilsstaðir 2 / Hvammból

Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson búa í íbúðar­húsi í Hvammbóli þar sem líka er nýtt smáíbúðagistihús.
 
Búskapurinn er á Ketilsstöðum 2 þar sem Þórhildur Jónsdóttir býr, en hún er móðir Salóme. 
 
Býli:  Ketilsstaðir 2 /Hvammból.
 
Staðsett í sveit:  Í Mýrdal.
 
Ábúendur: Þórhildur Jónsdóttir, Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórhildur býr á Ketilsstöðum en Salóme og Ólafur á Hvammbóli ásamt 3 dætrum, þeim Þórhildi, Sædísi og Hörpu, hundunum Tásu og Sölku og kisunni Ísabellu.
 
Stærð jarðar? Rúmir 300 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú með kýr, sauðfé og ferðaþjónustu.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 73 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr og rúmlega 200 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Það er nú allur gangur á því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og hey­skapur er yfirleitt skemmti­lega­st­ur en viðgerðir á vélum og tækjum leiðinlegastar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það fer eftir ýmsu. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau þurfa að vera langtum beinskeyttari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef stjórnvöld standa sig vel mun honum vegna ágætlega.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaðurinn og það ætti frekar að einbeita sér að honum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, grænmeti, beikon og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, steikt eða soðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hjá Þórhildi er eftirminnilegast þegar gaus í Eyjafjallajökli. Hjá Ólafi og Salóme þegar brúðkaupsafmælisdeginum og -kvöldinu síðasta sumar var eytt í það að bjarga doða belju sem lá pikkföst ofan í læk og draga úr henni kálfinn.
 

7 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...