Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Mynd / Bridgesamband Íslands/Pétur Fjeldsted
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Höfundur: Björn Þorláksson

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarvatni nýverið. Allar Norðurlandaþjóðirnar náðu betri árangri en Íslendingar ef undan eru skildir Færeyingar. Sumpart má kenna óheppni um niðurstöðuna en áleitnum spurningum um hvernig hægt er að ná því besta út úr liðinu er ósvarað á sama tíma og allir virðast sammála um að sterkustu spilarar landsins skipi opna flokkinn. Reynslan af keppninni verður vonandi gulls ígildi fyrir báða flokka.

Þeir Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmenn opna flokksins, uppskáru ríkulega eftir stífar kerfisæfingar undanfarið þegar upp kom spil í mótinu þar sem gafst kostur á að nýta leynivopn sem þeir búa yfir í sagnkerfinu.

Eftir opnun Sigurbjörns á tveimur laufum sem lofaði sterkum spilum og 2 tígla biðsögn Magnúsar, gat Sigurbjörn meldað 3 hjörtu sem táknaði einspil í spaða eða minna (!) og lengd í hinum litunum.

Eftir að Magnús samþykkti tromplit með 4 laufum beið Sigurbjörn ekki boðanna og negldi sjö laufum á borðið. Frábær slemma að því gefnu að trompið liggi 3-2. Glæsilega meldað.

Sigurbjörn vakti athygli á því að það væri hálfgert óréttlæti að 7 tíglar skyldu einnig vinnast í þessari legu.

Mjög fá borð náðu alslemmunni og kom jafnvel fyrir að aðeins væri meldað geim.

Briddsþáttur Bændablaðsins mun fjalla um fleiri spil úr mótinu í næstu tölublöðum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...