Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Mynd / BBL
Fréttir 11. ágúst 2017

Kaupfélag Skagfirðinga lækkar verð til sauðfjárbænda um 36%

Höfundur: TB
Kaupfélag Skagfirðinga hefur birt verðskrá fyrir komandi sláturtíð. Grunnverð á algengustu flokkum dilkakjöts er á bilinu 320-360 kr/kg. Verðlækkun er um 36% á milli ára í sumum flokkum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslufyrirkomulag né sláturkostnað en álag er greitt á fyrstu vikum slátrunar. Sama verðskrá er birt á vef sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, www.skvh.is.
 
Meðalverð á dilkakjöti fer úr 542 kr niður í 347 kr. Verð á öðru kjöti er óbreytt frá því í fyrra eða 116 krónur.


Verðskrá KS. Skjáskot af vef KS, www.ks.is
 
Gangi þessi lækkun yfir alla sauðfjárframleiðslu í landinu þýðir lækkunin ríflega 1.800 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir sauðfjárbændur í heild.  
 
Það kemur til viðbótar tæplega 580 milljóna króna tekjuskerðingu í fyrra. Það þýðir að á tveimur árum hafa sauðfjárbændur mátt þola verðlækkun á sínum framleiðsluvörum sem nemur um 2,4 milljörðum króna.
 
Vandséð er hvernig búrekstur sauðfjárbænda þolir þann tekjusamdrátt sem er fyrirsjáanlegur. Tekjuhrun þýðir að margir sauðfjárbændur munu bregða búi og í einhverjum tilvikum fara í greiðsluþrot. Forystumenn sauðfjárbænda hafa unnið að aðgerðum og lagt tillögur fyrir ríkisvaldið til þess að bregðast við vandanum.
 
Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki svarað kalli bænda um tafarlausar aðgerðir til þess að mæta þeirri slæmu stöðu sem nú er uppi. Ef ekkert verður að gert blasir við mikill byggðavandi á þeim svæðum þar sem sauðfjárrækt er hryggjarstykkið í atvinnulífinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu sauðfjárbúa um landið en brúnu deplarnir eru þau lögbýli þaðan sem fé hefur komið til slátrunar.


Bæir með skráða búsetu árið 2014 og staðir þaðan sem fé kom til slátrunar.
Heimild: Skýrsla RHA-Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri 2015.

 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...