Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaup og sala líflamba
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 16. ágúst 2024

Kaup og sala líflamba

Höfundur: Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun

Mikill áhugi er meðal bænda á sölu og kaupum líflamba með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

Gerður er greinarmunur á sölu/kaupum á líflömbum af líflambasölusvæðum og öðrum svæðum landsins.

Umsóknarfrestur um sölu er til 1. maí ár hvert. Í ár var hann framlengdur til 1. júlí.

Líflambasölusvæðin eru fjögur (4): Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, Norðausturhólf (frá Jökulsá á Fjöllum að Brekknaheiði) og Öræfasveit.

Bú á þessum svæðum geta sótt um leyfi til sölu lamba af öllum arfgerðum nema þau sem bera genasamsætuna VRQ, sem er bannað að selja yfir varnarlínur. Umsóknareyðublað 2.11 í þjónustugátt á mast.is.

Bú í Snæfellsneshólfi geta aðeins selt inn í þau varnarhólf þar sem bólusett er gegn garnaveiki. Bú í hinum þremur varnarhólfunum geta selt hvert á land sem er. Alltaf að því tilskildu að viðkomandi bú sé með söluleyfi.

Önnur svæði en þau sem teljast til líflambasölusvæða

Bú í öðrum varnarhólfum en þessum fjórum líflambasöluhólfum geta sótt um leyfi til þess að selja lömb með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Umsóknareyðublað 2.46 í þjónustugátt á mast.is. Þessar arfgerðir eru ARR/x, T137/x, AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151 (x má vera hvaða genasamsæta sem er nema VRQ). Verklagsreglur um afgreiðslu slíkra umsókna er að finna á heimasíðunni mast.is undir Bændur – Sauðfé og geitur – Flutningar og sjúkdómavarnir.

Kaup á líflömbum

Umsóknarfrestur til kaupa á líflömbum er til 1. júlí ár hvert. Í ár er hann framlengdur til 20. ágúst.

Við kaup úr líflambasöluhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.09 í þjónustugátt á mast. is og nægilegt er að taka fram fjölda hrúta og gimbra sem óskað er að kaupa úr hverju hólfi.

Eins og fyrr segir er eina skilyrðið varðandi arfgerðir lambanna að þau mega ekki bera VRQ genasamsætuna.

Við kaup á verndandi/mögulega verndandi arfgerðum úr öðrum varnarhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.45 í þjónustugátt á mast.is og þar þarf að merkja við hvaða arfgerðir það eru sem óskað er eftir að kaupa, fjölda lamba af hvoru kyni og tiltaka þarf nafn þess bæjar/bæja sem óskað er eftir að kaupa af.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f