Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaup og sala líflamba
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 16. ágúst 2024

Kaup og sala líflamba

Höfundur: Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun

Mikill áhugi er meðal bænda á sölu og kaupum líflamba með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

Gerður er greinarmunur á sölu/kaupum á líflömbum af líflambasölusvæðum og öðrum svæðum landsins.

Umsóknarfrestur um sölu er til 1. maí ár hvert. Í ár var hann framlengdur til 1. júlí.

Líflambasölusvæðin eru fjögur (4): Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, Norðausturhólf (frá Jökulsá á Fjöllum að Brekknaheiði) og Öræfasveit.

Bú á þessum svæðum geta sótt um leyfi til sölu lamba af öllum arfgerðum nema þau sem bera genasamsætuna VRQ, sem er bannað að selja yfir varnarlínur. Umsóknareyðublað 2.11 í þjónustugátt á mast.is.

Bú í Snæfellsneshólfi geta aðeins selt inn í þau varnarhólf þar sem bólusett er gegn garnaveiki. Bú í hinum þremur varnarhólfunum geta selt hvert á land sem er. Alltaf að því tilskildu að viðkomandi bú sé með söluleyfi.

Önnur svæði en þau sem teljast til líflambasölusvæða

Bú í öðrum varnarhólfum en þessum fjórum líflambasöluhólfum geta sótt um leyfi til þess að selja lömb með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Umsóknareyðublað 2.46 í þjónustugátt á mast.is. Þessar arfgerðir eru ARR/x, T137/x, AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151 (x má vera hvaða genasamsæta sem er nema VRQ). Verklagsreglur um afgreiðslu slíkra umsókna er að finna á heimasíðunni mast.is undir Bændur – Sauðfé og geitur – Flutningar og sjúkdómavarnir.

Kaup á líflömbum

Umsóknarfrestur til kaupa á líflömbum er til 1. júlí ár hvert. Í ár er hann framlengdur til 20. ágúst.

Við kaup úr líflambasöluhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.09 í þjónustugátt á mast. is og nægilegt er að taka fram fjölda hrúta og gimbra sem óskað er að kaupa úr hverju hólfi.

Eins og fyrr segir er eina skilyrðið varðandi arfgerðir lambanna að þau mega ekki bera VRQ genasamsætuna.

Við kaup á verndandi/mögulega verndandi arfgerðum úr öðrum varnarhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.45 í þjónustugátt á mast.is og þar þarf að merkja við hvaða arfgerðir það eru sem óskað er eftir að kaupa, fjölda lamba af hvoru kyni og tiltaka þarf nafn þess bæjar/bæja sem óskað er eftir að kaupa af.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...