Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þarna eru þeir félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson í hlutverkum þeirra Karíusar og Baktusar.
Þarna eru þeir félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson í hlutverkum þeirra Karíusar og Baktusar.
Líf og starf 22. nóvember 2022

Karíus & Baktus

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangsleikhús þeirra Eyfirðinga hefur sjaldan legið á liði sínu er kemur að hressilegum sýningum.

Nú hafa þeir liðsmenn tekið upp á arma sína ævintýrið sígilda um þá félaga Karíus og Baktus eftir Torbjörn Egner, sem einnig er frægur fyrir verk á borð við Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Var sagan um tannálfana litlu sú fyrsta er höfundurinn gaf út, árið 1949, þá með hans eigin myndskreytingum.

Burstaðu í þér tennurnar ...

Segir sagan frá drengnum Jens sem verður fyrir þeirri ógæfu að fá holur í tennur sínar. Þar búa nefnilega litlar verur, þær Karíus og Baktus, sem una sér þar hið besta, bora í tennurnar og hamra hátt auk þess að hafa þar búsetu.

Jens barmar sér og kveinkar og heyrum við mömmu hans hvetja hann til þess að bursta í sér tennurnar. Kannast margir af eldri kynslóðinni við setninguna margfrægu; „BURSTAÐU Í ÞÉR TENNURNAR JENS“ – enda hefur sagan lifað nú í heil 73 ár.

Í gegnum tíðina hafa komið út hljómplata, kasetta og geisladiskur með sögunni enda hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda víða um heiminn.

Í leikhúsi Freyvangs eru leikararnir alls þrír talsins; Karíus, Baktus og sögumaðurinn. Karíus í höndum Orms Guðjónssonar, Baktus er Eyþór Daði Eyþórsson og sögumaður Jón Friðrik Benónýsson.

Hjá sögumanninum á sviðinu er líka píanóleikarinn Reynir Schiöth.

Formaður Leikfélags Freyvangs, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, stýrir svo verkinu með glæsibrag en frumsýnt verður föstudaginn 26. nóvember.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...