Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun
Mynd / Saga Sig
Fréttir 28. apríl 2020

Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun

Höfundur: Berglind Häsler

Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðslu sem unninn er í samstarfi við VOR og Bændablaðið. 

Bakslag með ,,vistvænum vindi”

Solla hefur haft mikil áhrif á matarhefðir margra og menntað þjóðina um mikilvægi þess að borða lífrænt og borða mikið af grænmeti. Hún segir að eftirspurn eftir öllu lífrænu hafi aukist jafnt hér á landi undanfarna áratugi en að ákveðið bakslag hafi komið með því sem hún kallar vistvænan vind sem hafi ruglað neytendur í ríminu. Margir hafi farið að líta svo á að hér á Íslandi væri allt svo hreint að það þyrfti ekki að votta það lífrænt. Þetta sé augljós vísbending um það að hér á landi vanti alla grunnfræðslu á því sem lífrænt er. Og hún vill byrja að mennta börn strax í leikskóla um ágæti og nauðsyn lífrænnar ræktunar. 

Berglind Häsler er umsjónarmaður þáttanna sem aðgengilegir eru í spilaranum hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...