Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kálfafell 2
Bóndinn 9. ágúst 2017

Kálfafell 2

Á Kálfafelli 2 í Suðursveit hefur verið eingöngu sauðfjábúskapur í 26 ár og nú er tíundi ættliður­inn að taka við.
 
Býli:  Kálfafell 2
 
Staðsett í sveit: Suðursveit. Sveit sólar.
 
Ábúendur: Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmund­ar­dóttir, Aðal­björg Bjarnadóttir, Bjarni Haukur Bjarnason og smalamaðurinn Ingunn Bjarnadóttir.. 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm, auk þriggja hundar.
 
Stærð jarðar? 6000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. 
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 600 fjár, 9 geitur, 7 hænur og 5 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðarbundið. Þessa dagana hefur verið hey­skapur svo maður reynir að krafla í því meðan vel viðrar. Þess á milli erum við að byggja íbúðarhús sem allur frítími fer í. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Hjá yngri bændunum er heyskapur, sæðingar og sauðburður á toppnum! Það er alltaf svo mikið stuð á bænum að ekkert starf getur orðið leiðinlegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Bara mjög svipaðan. Kannski fleiri geitur og betri smalahundar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Það vantar alla samstöðu. Það er alltof mikill metingur á milli bænda.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun sveiflast upp og niður einsog hann hefur gert síðustu áratugi. 
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Það er hægt að flytja allt út ef það er vel markaðsett.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Feitt kjöt af veturgömlu!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Einn veturinn þegar við fórum í morgungegningar var hurðin í gemsakrónni opin og hver einasta klauf farin út. 
 
Þá hélt æðsti bóndinn að allir væru löngu horfnir til fjalla, en þegar við komum heim úr gegn­ingum sáum við þá alla með tölu í garðinum heima. Það var mikill léttir.

5 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f