Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Mynd / wikipedia
Í deiglunni 18. janúar 2023

Kaldsjávarspendýr og fiskar leita norðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breytingar í sjávarvistkerfum hafa leitt til þess að óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka hafa haldið til undanfarin ár á áður ísilögðum hafsvæðum við Suðaustur-Grænland.

Bendir það til þess að umhverfisskilyrði og vistkerfi hafi farið fram yfir ákveðinn vendipunkt. Í umfjöllun á vef Hafrannsóknastofnunar segir að vistkerfi við Suðaustur-Grænland einkenndust af miklu magni af rekís en hafa breyst mikið undanfarin ár og áratugi í átt að tempraðra kerfi með auknum sjávarhita og minni hafís sem nú er nánast horfinn yfir sumarmánuðina.

Breytingar að þessu tagi gera svæðið að hentugra búsvæði fyrir hvalategundir eins og langreyði og hnúfubak, auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávarfisktegunda en fækkað hefur í stofnum norðlægari tegunda á svæðinu, eins og náhvala og rostunga. Víðtækar breytingar á vistkerfum eins og þessar kallast „regime shift” á ensku, og geta verið óafturkræfar þegar kerfi fara fram fyrir ákveðinn vendipunkt. Þættir eins og hörfun hafíss geta haft víðtæk áhrif á vistkerfi á stórum hafsvæðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem birtar voru í Global Change Biology. Rannsókninni var stýrt af Mads Peter Heide Jørgensen hjá Greenland Institute of Natural Resources í Danmörku, í samvinnu við vísindamenn frá Danmörku, Grænlandi, Bandaríkjunum og Íslandi.

Rannsóknin byggir á fjölmörgum langtímaathugunum, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Mæligögn frá stöðinni Faxaflói 9 sem Hafrannsóknastofnun aflaði síðastliðin 50 ár í reglubundnum mælingum á ástandi sjávar voru notuð til að meta breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafinu. Mælingar Hafrannsóknastofnunar á makríl og loðnu voru nýttar í að kortleggja breytta útbreiðslu uppsjávarfiska í tengslum við hækkandi hitastig sjávar.

Samkvæmt því sem segir á Heimasíðu Hafró á hvarf hafíssins við Suðaustur-Grænland sér engin fordæmi undanfarin 200 ár þegar mælingar á hafís að sumarlagi lágu fyrir á þessu svæði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...