Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 8. mars 2023

Kaktusar í Alpafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Valais-hreppi í Sviss hafa verið hvattir til að uppræta kaktusa af ættkvíslinni Opuntia, eða fíkjukaktus, hvar sem til þeirra næst.

Undanfarin ár hefur tegundin náð að skjóta rótum og fjölga sér í héraðinu sem til þessa hefur verið þekkt fyrir snjó á veturna og alparósir á vorin. Landnám kaktussins í Sviss er ekki alveg nýtt þar sem til eru heimildir um hann sem slæðing í náttúrunni allt frá því hann var fluttur til landsins frá Norður-Ameríku seint á átjándu öld.

Þolir frost

Þekkt er að Opuntia kaktusar geti fjölgað sér hratt og orðið til vandræða þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar, loftslag hlýtt og jarðvegur sendinn og þurr. Kaktusinn, sem þolir allt að mínus 15 gráður, virðist kunna vel við sig í Valais héraði og víðar og sagt er að hann sé allt að 30% af gróðurþekjunni þar sem hann er algengastur.

Plantan þolir illa snjóþekju og það að kaktusinn hafi komið sér vel fyrir í Sviss er rakið til hækkandi lofthita og færri daga sem snjór liggur á landi undir 800 metra hæð. Hækkun lofthita í Sviss er ein sú mesta sem þekkist í heiminum og er 2,5o á Celsíus frá meðaltali áranna frá 1871 til 1900.

Aukin útbreiðsla líkleg

Margir telja kaktusinn vera ógnun við lífríkið á þeim svæðum sem hann hefur komið sér fyrir og telja víst að hann muni halda áfram að fjölga sér og geti með tímanum lagt undir sig stór svæði í Alpafjöllum.

Gróðurrannsóknir sýna að það er ekki bara Opuntia kaktusinn sem hefur aukið útbreiðslu sína því það hefur fjöldi annarra tegunda líka gert, sérstaklega í suðurhlíðum Alpafjalla.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f