Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Höfundur: Þröstur Helgason

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom út árið 2007 þegar skáldið var sjálft komið á sjötugsaldur. Bókin, sem heitir fléttur, vakti mikla athygli. Guðrún var svo til óþekkt sem ljóðskáld en hún hafði komið fram á sjónarsviðið sama ár er hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör. Margir spurðu sig hvar þetta ljóðskáld hefði eiginlega haldið sig því að þarna var komin einstaklega sterk og þroskuð rödd. Síðan hefur Guðrún ekki slegið slöku við og sent frá sér níu bækur. Og nú eru þær allar komnar út á einni bók sem heitir einfaldlega Ljóðasafn. Að þessu sinni er titillinn skrifaður með stórum upphafsstaf en ekki litlum eins og allir hinir titlar Guðrúnar. Stóri stafurinn er viðeigandi á ljóðasafninu enda ástæða til þess að kveða með festu upp úr um það að hér er á ferðinni safn ljóða eftir eitt af bestu skáldum síðustu ára.

Litlu upphafsstafirnir í titlum ljóðabóka Guðrúnar og sömuleiðis heitum ljóða segja þó sitt um skáldskapinn, efni hans, efnistök og stíl. Ljóð hennar eru fínlega ofin og nákvæmlega, sérhvert orð er valið af næmleika, tónninn er lágstemmdur og oft eru viðfangsefnin hið smáa og fíngerða í náttúrunni, atvik, minningar, en þegar rýnt er betur kemur iðulega í ljós stærra samhengi, samfélagslegt, hugmyndalegt. Það er nóg um að hugsa í þessum skáldskap.

Ljóðið „von“ er gott dæmi, viðamikið og óhöndlanlegt efnið birtist í hinu smáa og brothætta:

skurnið
brothætt og blátt

fyrir innan
hjartsláttur, hlýir skuggar
(í paradís er engra fóta þörf)
og blind augun sjá
hvað er skrifað
á skjallið

í haust verður hreiðrið tómt
á ný

lófastór betliskál
lyft mót hrímskærum himni

Ljóðið er úr bókinni teikn frá 2012 en tveimur árum síðar hélt Guðrún áfram að setja saman táknmyndir úr veröld fugla í bókinni slitur úr orðabók fugla. Gegnumgangandi yrkisefni í bókum Guðrúnar er þó ekki síður orðin, málið, lestur þess, meðferðin á því og áhrif þess á okkur, merkingin sem stundum vill leysast upp eins og við öll þekkjum. Í titilljóði bókarinnar fingramál frá 2022 er þó skorið úr um að jafnvel það sem hverfur er markvert í málinu:

jafnvel það sem glatast í
þýðingu
er gullvægt og skiptir öllu máli

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir skrifar efnismikinn eftirmála við þetta kærkomna ljóðasafn sem opnar augu manns fyrir ýmsum eiginleikum ljóða Guðrúnar. Bókin er fallega útgefin af Dimmu. Þetta er bók sem maður mun leita í aftur og aftur á þessu hausti enda ekki einlesin. 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...