Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er hér sem ævintýri þingeyskra spilara eiga sér stað. Í Dalakofanum hjá Halla Bó.
Það er hér sem ævintýri þingeyskra spilara eiga sér stað. Í Dalakofanum hjá Halla Bó.
Mynd / BÞ
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.co

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjónarmanni tíðindi þegar fundum bar saman fyrir skemmstu á Laugaveginum.

„Veistu nú hvað?“ sagði sá þingeyski hraðmæltur. „Það er búið að endurvekja keppnisbriddslífið í Þingeyjarsveit,“ sagði hann og augun ljómuðu af tilhlökkun. „Jólin koma snemma þetta árið,“ bætti hann við.

Hjá forystu Bridge-sambands Íslands varð Matthías Imsland framkvæmdastjóri til svara þegar Briddsþáttur Bændablaðsins kannaði málið betur. Matthías staðfesti að Þingeyingar væru sannarlega komnir aftur af stað í reglulegri keppnisspilamennsku eftir langt hlé. Fylgdi sögunni að menn hygðust uppfæra tól sín og tæki til briddsiðkunar.

Það er ekki á hverjum degi sem svo ánægjulegar fréttir berast af okkar ástkæru hugaríþrótt.

Spila öll fimmtudagskvöld

Með rannsóknarblaðamennsku að vopni settist umsjónarmaður upp í bíl og ók norðaustur til fundar við Harald Bóasson sem leggur hinu endurvakta briddsstarfi Þingeyinga til húsnæði. Um 400 kílómetrum síðar var lagt fyrir utan Dalakofann í Reykjadal. Í héraðsbúðinni, sem jafnframt er veitingastaður, treysta nú þingeyskar briddskempur heit sín í spilinu. Hittast og spila öll fimmtudagskvöld klukkan 20.

„Og það er nú bara þannig að stundum koma menn að spila við okkur alla leið frá Akureyri og jafnvel Dalvík,“ sagði Haraldur og var þá skúbbinu náð!

Umsjónarmaður tók mynd af Halla Bó og Dalakofanum hans.

Kvaddi, þakkaði og ók aftur suður.

Á leiðinni rifjaðist upp að þegar ég var krakki var spilaður bridds í öllum sveitum. Mun sú tíð renna aftur upp?

Mörg jólamót fram undan

Briddsþætti Bændablaðsins er kunnugt um fjögur briddsmót sem fram fara um jól og áramót. BR og BH halda mót að venju á höfuðborgarsvæðinu sem og Bridgefélag Akureyrar. Þá heldur Norðurljósaklúbburinn mót á Internetinu á nýársdag. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu BSÍ og bridge.is.

Umsjónarmaður óskar lesendum gleðilegra jóla og áramóta með þökk fyrir gefandi samskipti á árinu sem er að líða!

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...