Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Það er hér sem ævintýri þingeyskra spilara eiga sér stað. Í Dalakofanum hjá Halla Bó.
Það er hér sem ævintýri þingeyskra spilara eiga sér stað. Í Dalakofanum hjá Halla Bó.
Mynd / BÞ
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.co

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjónarmanni tíðindi þegar fundum bar saman fyrir skemmstu á Laugaveginum.

„Veistu nú hvað?“ sagði sá þingeyski hraðmæltur. „Það er búið að endurvekja keppnisbriddslífið í Þingeyjarsveit,“ sagði hann og augun ljómuðu af tilhlökkun. „Jólin koma snemma þetta árið,“ bætti hann við.

Hjá forystu Bridge-sambands Íslands varð Matthías Imsland framkvæmdastjóri til svara þegar Briddsþáttur Bændablaðsins kannaði málið betur. Matthías staðfesti að Þingeyingar væru sannarlega komnir aftur af stað í reglulegri keppnisspilamennsku eftir langt hlé. Fylgdi sögunni að menn hygðust uppfæra tól sín og tæki til briddsiðkunar.

Það er ekki á hverjum degi sem svo ánægjulegar fréttir berast af okkar ástkæru hugaríþrótt.

Spila öll fimmtudagskvöld

Með rannsóknarblaðamennsku að vopni settist umsjónarmaður upp í bíl og ók norðaustur til fundar við Harald Bóasson sem leggur hinu endurvakta briddsstarfi Þingeyinga til húsnæði. Um 400 kílómetrum síðar var lagt fyrir utan Dalakofann í Reykjadal. Í héraðsbúðinni, sem jafnframt er veitingastaður, treysta nú þingeyskar briddskempur heit sín í spilinu. Hittast og spila öll fimmtudagskvöld klukkan 20.

„Og það er nú bara þannig að stundum koma menn að spila við okkur alla leið frá Akureyri og jafnvel Dalvík,“ sagði Haraldur og var þá skúbbinu náð!

Umsjónarmaður tók mynd af Halla Bó og Dalakofanum hans.

Kvaddi, þakkaði og ók aftur suður.

Á leiðinni rifjaðist upp að þegar ég var krakki var spilaður bridds í öllum sveitum. Mun sú tíð renna aftur upp?

Mörg jólamót fram undan

Briddsþætti Bændablaðsins er kunnugt um fjögur briddsmót sem fram fara um jól og áramót. BR og BH halda mót að venju á höfuðborgarsvæðinu sem og Bridgefélag Akureyrar. Þá heldur Norðurljósaklúbburinn mót á Internetinu á nýársdag. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu BSÍ og bridge.is.

Umsjónarmaður óskar lesendum gleðilegra jóla og áramóta með þökk fyrir gefandi samskipti á árinu sem er að líða!

Skylt efni: bridds

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...