Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þessir hressu jólasveinar brugðu á leik á Akureyri á dögunum
Þessir hressu jólasveinar brugðu á leik á Akureyri á dögunum
Fréttir 22. desember 2020

Jólasveinar fara nýstárlegar leiðir á COVID-tímum

Jólasveinarnir sem blaðamaður Bændablaðsins hitti á dögunum á Akureyri léku við hvern sinn fingur og skemmtu nærstöddum með gleði og sögum. Þeir upplifa óvenjulega tíma eins og allir landsmenn en láta engan bilbug á sér finna í aðdraganda jólanna og hafa sumir hverjir aðlagast tækniöldinni með góðu árangri.

Einlæg stund með börnunum á Zoom

Blaðamaður Bændablaðsins náði tali af jólasveininum Skyrgámi sem er tæknivæddur með meiru og heldur úti heimasíðunni skyrgamur.is

„Það hefur gengið ágætlega hjá okkur, við höfum heimsótt leikskólana og brugðið á leik með börnunum á útisvæðum eða kíkt á gluggana. Það hefur lítið farið fyrir jólaböllum og heimsóknum til fyrirtækja á þessu ári. Áherslurnar hafa meira verið á heimahúsin í smærri einingum. Einnig höfum við boðið upp á Zoom-fundi sem hafa svo sannarlega slegið í gegn. Það er einlæg og góð stund með börnunum sem í dag eru alin upp við að tala í gegnum myndsíma þannig að fyrir þeim er það ósköp eðlilegt. Það er fyrirkomulag sem er komið til að vera og verður vinsælt á næstu árum höfum við bræðurnir trú á,“ segir Skyrgámur sem bregður sér einnig í líki gömlu jólasveinanna, er alltaf í lopapeysu undir rauða sparigallanum eins og hann segir sjálfur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...