Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja sækja sér sjálfir jólatré og styrkja í leiðinni starf þeirra. Opið er hjá flestum félögum allar aðventuhelgarnar. Talið er að fyrir hvert keypt jólatré sé hægt að gróðursetja önnur 50.

Stafafuran er langvinsælasta innlenda jólatréð, en þar á eftir koma sitkagreni og rauðgreni – en árið 1993 var það vinsælasta tréð. Í Heiðmörk, við Elliðavatnsbæinn, hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur um árabil staðið fyrir viðburðaríkri dagskrá á aðventunni. Jólamarkaður er haldinn í Elliðavatnsbænum og jólatrjáasala er úti við á sérstöku jólatorgi þar sem hægt verður að njóta jólastemningar.

Barnastund hvern opnunardag

Í Rjóðrinu, rétt við Elliðavatnsbæinn, verður Barnastund hvern opnunar­ dag klukkan 14.

Frekari upplýsingar um opnunar­ tíma jólaskóganna má finna á vef Skógræktarfélags Íslands, skog.is.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...