Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst. www.garn.is

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu jólablæ. Þessir fallegu pottaleppar eru prjónaðir úr DROPS Muskat, bómullargarn með fallegum gljáa.

DROPS Design: Mynstur nr r-665

Stærð: ca 20 x 19 cm.

Garn: DROPS MUSKAT
(fæst hjá Handverkskúnst)
- 100 gr litur nr 12, rauður
- 100 gr litur nr 08, natur

Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
POTTALEPPAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna.

POTTALEPPUR: Fitjið upp 90 lykkjur á hringprjóna nr 3 með rauðum DROPS Muskat.

Prjónið 1 umf slétt. JAFNFRAMT er sett 1 prjónamerki í 1. lykkju í byrjun umferðar og 1 prjónamerki í 46. lykkju (= miðja í hlið).

Prjónið síðan MYNSTUR frá 2. umferð í A.1 (= 45 lykkjur) alls 2 sinnum í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, fitjið upp 20 nýjar lykkjur í umf (haldið áfram með litnum rauður). Snúið við, fellið af 20 l sem fitjaðar voru upp og fellið síðan af þær 90 l sem eftir eru frá röngu.

FRÁGANGUR: Brjótið pottaleppinn tvöfaldan þannig að lykkjur með prjónamerki komi mitt í hlið. Saumið saman pottaleppinn að neðan frá réttu. Saumið eitt spor í hverja lykkju meðfram öllum kantinum – saumið innan við uppfitjunarkantinn. Saumið saman pottaleppinn að ofan alveg eins – ATH: Þessar 20 nýju lykkjur = lykkja, saumið endann á lykkjunni við hornið á pottaleppnum.

Prjónið annan pottalepp á sama hátt, nema skiptið um lit þannig að mynsturliturinn verði rauður og grunnlitur hvítur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...