Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kór Sólheima býr að einstaklega skemmtilegum og góðum söngvurum.
Kór Sólheima býr að einstaklega skemmtilegum og góðum söngvurum.
Mynd / Halli Valli
Líf og starf 20. desember 2022

Jólaplatan í ár

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allflestir landsbúar ættu að kannast við leikfélag Sólheima sem hefur gert garðinn frægan oftar en einu sinni.

Þarna má finna hin ýmsu jólalög sem allir ættu að geta sungið með.

Samfélagið í Sólheimum, sem ætlað er einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, var stofnsett 1930 af frumkvöðlinum Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur.

Til viðbótar við áherslu á ræktun manns og náttúru, hefur hið vel unna menningarstarf Sólheima blómstrað yfir áratugina.

Nú er líður að dögum jólahátíðar eru margir sem gera sér dagamun og fer samfélagið á Sólheimum ekki varhluta af því. Litlu jólin hafa jafnan verið haldin hátíðleg á Sólheimum eins og gjarnan er gert annars staðar, en þann 6. desember síðastliðinn héldu meðlimir kórsins á Sólheimum og Lionsklúbburinn Ægir litlu jólin saman í hvorki meira né minna en sextugasta og fimmta skiptið.

Fyrstu árin var uppistand í höndum skemmtikrafta og tón- listarmanna innan Lionsklúbbsins, en hin síðari ár hafa listamenn utan klúbbsins boðið fram krafta sína. Hangikjöt er á boðstólum ásamt meðlæti og njóta því allir viðstaddir stundarinnar til fullnustu. Mikil jólastemning er, eins og gefur að skilja, jólasaga sögð, sungið og dansað.

Glaumur og gleði er jafnan á æfingum. Þarna má sjá Magneu Tómasdóttur rífa upp stemninguna.

Litlu jólin á Sólheimum

Meðlimir Sólheimakórsins hafa nú heldur betur tekið til höndum og fangað þessa jólastemningu, en tekin var sú ákvörðun að ganga í að setja saman plötu í samstarfi við Lionsklúbbinn. Jólaplata Sólheima er því nýútkomin og ber nafnið „Litlu jólin á Sólheimum“.

Útgáfan er fjáröflunarverkefni sem miðar að því að efla menningarstarf Sólheima. Þeir fjármunir sem safnast renna í hljóðfærasjóð sem nýtast mun heimilisfólki, enda vel virk á sviði tónlistar og sviðslista.Sólheimar standa fyrir miklu tónlistar- og kórastarfi, en kórstjórnandi er Hallbjörn Valgeir Rúnarsson nokkur, betur þekktur sem Halli Valli.

Klassísk lög sem allir þekkja

Platan, eða diskurinn öllu heldur, inniheldur úrval jólalaga sem hafa verið sungin á Sólheimum í áranna rás og endurspeglar þá aðventu- stemningu sem íbúar Sólheima og gestir mynda.

Jólalögin eru klassísk og vel þekkt, má þar af 15 lögum alls nefna perlur á borð við Litla jólabarn, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Fannhvíta jörð. Flytjendur eru Sólheimakórinn og vinir og hægt er að nálgast diskinn á vefsíðunni www.solheimar.is undir Listasmiðjunni fyrir 2.700 kr.

Mikil stemning var á litlu jólunum og margir í skemmtilegum peysum.

Umsjón og útgáfa

Er kemur að flutningi laga til viðbótar kór Sólheima, er sá margfrægi Ómar Ragnarsson einna fremstur í flokki. Ómar hefur í um sextíu ár skemmt gestum litlu jólanna, en aðrir söngvarar eru Bergþór Pálsson, Björgvin Franz Gíslason, Magnea Tómasdóttir, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir.

Hljóðfæraleikarar eru þeir Haraldur Thorsteinsson (bassi), Hilmar Sverrisson (hljómborð), Ragnar Sigurjónsson (slagverk) og Tryggvi Hübner (gítar).

Útsetningu sáu Hilmar Sverrisson og Haraldur Thorsteinson um, myndskreyting á umslagi disksins var gerð af Ruth Haraldsdóttur og hönnun í umsjón Guðmundar Pálssonar.

Margumvert er að koma á framfæri hversu þakklát tónlistardeild Sólheima er Lionsklúbbnum Ægi og auðvitað Magneu Tómasdóttur, verkefnastjóra plöt- unnar, fyrir þetta frábæra fjáröflunarverkefni. Það kemur sér mjög vel því verkefni tónlistardeildarinnar snúa einnig að skipulagningu tónleika og upptökum og því alltaf þörf fyrir að uppfæra og bæta búnað.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...