Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Líf og starf 15. desember 2023

Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Jólamatarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu í Reykjavík um næstu helgi.

Þá koma bændur, smáframleiðendur matvæla og sjómenn í borgina til að kynna sínar vörur þar sem áhersla verður á uppruna matvælanna, umhyggju framleiðenda fyrir sínum afurðum og upplifun neytenda.

Þær Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir hafa haldið markaðinn í anda Slow Food- hugsjónarinnar fyrir jólin ár hvert allt frá árinu 2012, fyrstu tvö árin fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni en síðan í Hörpu. Að sögn Eirnýjar er hugmyndin að tengja neytendur beint við framleiðendur og bjóða matvörur þar sem slagorð Slow Food hefur verið haft í hávegum við framleiðsluna, „Good, Clean and Fair“.Við höfum það til dæmis sem reglu að framleiðandi vöru verður að vera á markaðnum til að miðla þekkingu, svara spurningum og fá tengingu við neytendur. Margir framleiðendur hafa verið með okkur frá upphafi og hafa mótað viðburðinn með okkur. En alltaf gaman að bjóða nýja framleiðendur velkomna í matarmarkaðs- fjölskylduna. Af þeim sem koma nýir á markaðinn er gaman að segja frá geitabændunum á Brúnastöðum í Fljótum sem koma í fyrsta skiptið með ostaframleiðslu sína,“ segir Eirný. Aðgangur á markaðinn er ókeypis báða dagana, laugardag 16. og sunnudag 17. desember, en opið er frá kl. 11-17.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...