Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Líf og starf 15. desember 2023

Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Jólamatarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu í Reykjavík um næstu helgi.

Þá koma bændur, smáframleiðendur matvæla og sjómenn í borgina til að kynna sínar vörur þar sem áhersla verður á uppruna matvælanna, umhyggju framleiðenda fyrir sínum afurðum og upplifun neytenda.

Þær Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir hafa haldið markaðinn í anda Slow Food- hugsjónarinnar fyrir jólin ár hvert allt frá árinu 2012, fyrstu tvö árin fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni en síðan í Hörpu. Að sögn Eirnýjar er hugmyndin að tengja neytendur beint við framleiðendur og bjóða matvörur þar sem slagorð Slow Food hefur verið haft í hávegum við framleiðsluna, „Good, Clean and Fair“.Við höfum það til dæmis sem reglu að framleiðandi vöru verður að vera á markaðnum til að miðla þekkingu, svara spurningum og fá tengingu við neytendur. Margir framleiðendur hafa verið með okkur frá upphafi og hafa mótað viðburðinn með okkur. En alltaf gaman að bjóða nýja framleiðendur velkomna í matarmarkaðs- fjölskylduna. Af þeim sem koma nýir á markaðinn er gaman að segja frá geitabændunum á Brúnastöðum í Fljótum sem koma í fyrsta skiptið með ostaframleiðslu sína,“ segir Eirný. Aðgangur á markaðinn er ókeypis báða dagana, laugardag 16. og sunnudag 17. desember, en opið er frá kl. 11-17.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...