Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember á milli kl. 15 -19 að Garðarsbraut 265, 640 Norðurþingi. Vel valin jólalög verða sungin klukkan 17:30.

Jólamarkaður Skógarlundar,Akureyri verður haldinn dagana 1. og 2. desember. Opið verður á föstudeginum á milli kl. 9-17 og á laugardeginum á milli kl. 11-14.

Jólamarkaður MÓA að Bolholti 4, 2. hæð, býður gesti velkomna laugardaginn 2. desember á milli kl. 14–17. Kakósmakk & MÓA te í boði.

Haldinn verður Jólamarkaður Hvammstanga, í félagsheimilinu þann 2. desember á milli kl. 12-16. Frekari upplýsingar og básaleiga er hjá Þórunni á netfanginu: thorunnyr@centrum.is.

Jólamarkaður Gjólu verður haldinn að Markholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-16.

Jólamarkaður Hamrahlíðar verður haldinn í Kjarnanum - Mosfellsbæ, fyrir framan bókasafnið, laugardaginn 2. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Ásgarði, vernduðum vinnustað í Mosfellsbæ, verður haldinn í Álafosskvosinni 2. desember á milli kl. 12-17.

Jólamarkaður Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í jólamarkaði á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, laugardaginn 2. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimili Hrunamannahrepps, laugardaginn 2. desember á milli kl. 14-16, kveikt verður á jólatré klukkan 14 og jólasveinar mæta um klst. síðar.

Jólamarkaður Kvenfélags Laugdæla verður haldinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni laugar- daginn 2. desember á milli kl. 13-16. Borðapantanir eru hjá Heiðu, í síma 866-8100 eða á netfanginu: heidagehr@outlook.com.

Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku, 660 Skútustaðahreppi í Mývatnssveit, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17. Þennan sama dag verður opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl. 11-14 og jólasveinabaðið í Jarðböðunum við Mývatn kl. 16.

Jólamarkaður Zontakvenna verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, 600 Akureyri laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-17.

Fyrstu helgina í aðventu, dagana 2.-3. desember á milli kl. 13-17 verður Jólamarkaður Dalamanna og nærsveitunga í Sælukotinu Árbliki haldinn. Frekari uppl. í síma 893-0913 hjá henni Ester.

Jólamarkaður Svövuhúss fer fram þann 3. desember á milli kl. 12-19, en þar er boðið upp á perúskt kakó. Ekið er inn afleggjara Hólmslands af Suðurlandsveginum, en Svövuhús er staðsett í beinni línu frá þeim vegi áður en beygt er til hægri áfram Hólmslandsveginn. Frekari upplýsingar má finna á Facebook.

Jólamarkaðurinn á hjúkrunarheimilinu Hvammi verður haldinn í handavinnusalnum á Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík, nánar tiltekið dagana 4-8. desember á milli kl. 13-15.

Jólamarkaður Hæfingarstöðvarinnar að Dalvegi 18, Kópavogi, verður haldinn fimmtudaginn 7. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður í Holtseli við Finnastaðaveg, 605 Akureyri, verður haldinn laugardaginn 9. desember og kíkir jólasveinninn í heimsókn um klukkan 15:30.

Staðið verður fyrir Jólamarkaði Hlégarðs, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-17.

Jólamarkaðurinn Saman verður haldinn í Hörpu, laugardaginn 9. desember á milli kl. 12-18.

Haldinn verður Jólamarkaður Gljúfrastofu í Ásbyrgi, 671 Kópaskeri, laugardaginn 9.
desember á milli kl. 13-17.

Jólamarkaður í Norska húsinu, byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, verður haldinn laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-16 og fimmtudagskvöldið 14. desember á milli klukkan 20-22.

Jólamarkaður Öldunnar verður haldinn þann 13. desember að Sólbakka 4, 310 Borgarbyggð í Borgarnesi og hefst hann klukkan 12:30.

Laugardaginn 16. desember á milli kl. 12-17 verður haldinn Jólamarkaður í Hlöðunni á Sveitasetrinu Brú, Brúarholti 2, 805 Selfossi. Enn eru endurgjaldslausir básar í boði fyrir þá sem vilja taka þátt.

Jólamarkaðurinn á Akratorgi, Akranesi er opinn helgarnar 2.-3. desember og 9.-10. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar 2023, á milli kl. 12-17.

Matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu helgina 16-17 des. á milli kl. 11-17. Má ætla að þar verði ýmislegt gott í tilefni jólanna.

Jólakvosin, jólamarkaður á Ingólfstorgi við skautasvell Nova á milli kl. 12-20. Opinn fyrstu þrjár aðventuhelgarnar og svo frá og með 20.-23. desember. Á Þorláksmessu er svo opið til kl. 23.

Jólaþorp Hafnarfjarðar er opið föstudag á milli kl. 17-20, laugar- og sunnudaga á milli kl. 13-18 og á Þorláksmessu á milli kl. 13-21.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...