Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Mynd / Bubbi photography
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir telja sig vera. Margir kannast þó við að passa ekki alltaf inn í eða vera frábrugðinn öðrum, meira að segja jólakötturinn!

Jólasýning Freyvagnsleikhússins að þessu sinni hleypir gestum sínum inn í hugarheim jólakattarins sjálfs, sem fær algerlega nóg af gleðinni í kringum sig og ákveður að fara að heiman, fúll og önugur. Um ræðir hugljúft jólaævintýri eftir formann Freyvangs, Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti auk annarra vel þekktra sögupersóna.

Jóhanna sér um leikstjórn verksins sem frumsýnt er þann 21. nóvember kl. 20 og hentar öllum aldurshópum. Tónlistin er í höndum Eiríks Bóassonar, sem frumsemur tónana – nú í þriðja sinn fyrir barnaleikrit að jólum í Freyvangsleikhúsinu. Hallur Örn Guðjónsson er í aðalhlutverki og er stórskemmtilegur í hlutverki hins önuga jólakattar.

Miða má finna á Tix en til viðbótar verða sýningar allar helgar fram að jólum klukkan 13.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...