Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

DROPS mynstur: ne-132

Stærð: Passar á 0,75 l flösku.

Garn: DROPS Nepal fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
- 100gr af natur, nr 0100.
- 50gr af granatepli, nr 3608

Prjónar: nr 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur með sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2.

Flöskuhulstur 1 (granatepli): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 5 með granatepli. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú síðan A.1 2 sinnum á breidd. Þegar A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæð eru prjónaðar 4 umf garðaprjón. Stykkið mælist ca 20 cm. Fellið af.

Flöskuhulstur 2 (natur): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48 l á sokkaprjóna nr 5 með natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú A.2 2 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist ca 22 cm (stillið af eftir 4. umf í A.2) prjónið nú 1 umf br yfir allar l. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Næsta umf er prjónuð br. Prjónið nú stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 32 cm fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

Snúra: Klippið 2 þræði ca 1,5 metra með natur. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá tvinnar hún sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á hulstrinu og hnýtið slaufu yfir einn kaðalinn.

Þetta er síðasta uppskriftin frá okkur á árinu og viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Okkar bestu óskir um kósíheit og gleði á aðventunni og yfir jólahátíðina.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...