Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá dæmi um hönnun frá fyrirtæki Miracele Eye á milli tvíburasystranna sem kynna tísku Wild Rose & Sparrow.
Hér má sjá dæmi um hönnun frá fyrirtæki Miracele Eye á milli tvíburasystranna sem kynna tísku Wild Rose & Sparrow.
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir, enda hjá of mörgum orðin áskorun að standast linnulaust aðdráttarafl neysluhyggjunnar.

Nú þegar hátíðarblær jólanna ætti að umlykja okkur vill bera við að hraðtíska og fjöldaframleiðsla hins ýmiss varnings varpi skugga á hinn sanna kjarna árstíðarinnar. Innan um verslunaróreiðuna skín nefnilega í blik af töfrum sem býður okkur að enduruppgötva gleðina sem stafar af ígrunduðu vali og felur í sér þá breytingu sem við viljum sjá. Kaupum vandað, endurnýtum og látum gott af okkur leiða af bestu getu.

Með kolefnissporið bak við eyrað

Eins og staðan er núna er víst of seint að ætla sér að versla mikið yfir netið en fyrir þá sem eiga leið út fyrir landsteinana má leita fanga ferðalaginu. Ef svo vill til að einhver eigi leið um Kanada, má athuga verslun sem kallast Wild Rose & Sparrow. Eigendurnir eru gott dæmi um leiðendur sjálfbærrar tísku, en öll starfsemi Wild Rose & Sparrow, þar á meðal höfuðstöðvar, verkstæði og hönnunarstofa, knúin áfram af 100% endurnýjanlegri orku. Á vefsíðu þeirra kemur m.a. fram að þeir kolefnishlutleysi hverja sendingu sem frá þeim fer og gæti þess að framleiða afar lítið magn fatnaðar í einu. Einnig er einstakt úrval fallegra kjóla í hinum ýmsu litum á verðbilinu 30–40 þúsund krónur.

Í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna má finna lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem heitir Miracele Eye. Þar sitja við saumana fjórar konur og einn karlmaður, öll af suður-amerísku bergi brotnu og öll afar handlagin. Fjölskyldan nýtir hágæða efnisstranga sem hafa orðið afgangs hjá hinum ýmsu verksmiðjum í gegnum tíðina, alveg frá sjöunda áratugnum og upp úr. Í versluninni má því finna mikið úrval af skemmtilegum samfestingum og kjólum sem eiga það sameiginlegt að gleðja bæði þann sem þeim klæðist en einnig aðra viðstadda.

Verðlagið er að sama skapi ekki óskemmtilegt, eða í kringum 30 þúsund krónurnar. Fyrir áhugasama má kíkja á vefsíðuna www.shopmiracleeye.com en hún er ansi lífleg.

Hátíðarklæði finnast víða

Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt má líta sér nær. Nytja- og endursöluverslanir hafa rutt sér til rúms víða um land og þar má finna bæði gull og ýmsar gersemar ef vel er leitað. Yfir netið er hægt að gera góð kaup, meðal annars á samfélagsmiðlum, en þar má finna ýmsa hópa endursölu, til að mynda hópinn „Merkjavara föt, skór & aukahlutir á Facebook fyrir þá sem vilja vandaða vöru. Á höfuðborgarsvæðinu eru svo verslanir sem hafa skemmtilegt úrval „vintage“ fatnaðar, t.a.m. hin sígilda verslun Spúútnik sem hefur verið starfandi í áraraðir og Wasteland sem bættist við fyrir ekki löngu. Aftur er klassísk og vönduð verslun sem einnig hefur verið rekin í áraraðir, stofnuð í Reykjavík árið 1999, en allar hennar vörur eru bæði hannaðar og framleiddar á Íslandi. Aftur hefur alla tíð nýtt endurunninn textíl í hönnun sína og hver flík er því bæði tímalaus og einstök.

Fyrir neytendur sem vilja láta sérstaklega gott af sér leiða má ekki gleyma Elley, verslun á Seltjarnarnesi, sem er alfarið rekin í sjálfboðastarfi og rennur allur ágóði sölu hennar óskiptur til Kvennaathvarfsins, en einnig er hægt að leigja þar hátíðarklæði.

Til viðbótar er dýrindis fatamarkaður í Konukoti, Eskihlíð 2–4, alla laugardaga árið um kring á milli kl. 12–16 og rennur allur ágóði sölunnar til starfsemi Konukots.

Gleðileg jól.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...