Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Mynd / Skrifstofa forseta Íslands
Líf og starf 3. júlí 2023

Jóhanna og Aðalgeir sæmd riddarakrossinum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tveir bændur, þau Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Aðalgeir Egilsson, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní.

Jóhanna er geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og var sæmd riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.

Jóhanna er nýtekin við formennsku í Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila matvæla. Hún rekur langstærsta geitfjárbú landsins og hefur unnið gott starf á undanförnum tveimur áratugum við verndun og ræktun hins einstaka íslenska geitfjárstofns.

Aðalgeir er bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi og var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu. Á Mánárbakka byggði hann upp minjasafn sem var opnað 18. júní 1995.

Skylt efni: fálkaorðan

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...