Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Fréttir 13. desember 2019

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á dögunum. Fremstu afreksknapar hér á landi sem og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð  á hátíðinni.

Jóhann Rúnar vann þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Aðrir knapar sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru, Benjamín Sandur Ingólfsson sem valinn var efnilegasti knapi ársins 2019, Konráð Valur Sveinsson hreppti nafnbótina skeiðknapi ársins 2019 og Hlynur Guðmundsson var valinn gæðingaknapi ársins. Jóhann Rúnar var íþróttaknapi ársins og Árni Björn Pálsson kynbótaknapi ársins. Þá var tilkynnt um að Syðri Gegnishólar/Ketilsstaðir hefði fengið verðlaun í flokki keppnishestabúa ársins og Stuðlar eru ræktunarbú ársins 2019. 

Bjarnleifur heiðraður

Á Uppskeruhátíðinni veitti Landssamband hestamanna, LH Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. Bjarnleifur hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir óeigingjant starf í þágu hestamanna, hann hefur hlotið félagsmálaskjöld og starfsmerki UMSK og gullmerki Landssambands hestamannafélaga. Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir ræktun sína á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...